Hvíta reyksins beðið 18. apríl 2005 00:01 Kardinálar frá öllum heimshornum settust í gær á rökstóla um kjör nýs páfa, bak við luktar dyr Sixtínsku kapellunnar í Páfagarði. Ekki var einhugur um nýjan páfa í fyrstu atkvæðagreiðslunni og því reis svartur mökkur upp úr reykháfi kapellunnar. Hátæknihlerunarvarnabúnaður á að hindra að nokkuð spyrjist út um það sem fram fer fyrr en kardinálarnir 115 hafa komist að niðurstöðu, en það gæti tekið nokkra daga. Er hinum þungu dyrum kapellunnar var lokið aftur höfðu nærfellt 40.000 manns safnast á Péturstorgið til að freista þess að vera með þeim fyrstu sem sjá hvíta reykinn stíga upp af þar til gerðum reykháf kapellunnar, en hann táknar að nýr páfi, hinn 265. í röðinni, hafi verið kjörinn. Það var hins vegar svartur mökkur sem steig upp til himna frá kapellunni í gærkvöld. Hann táknar að kardinálunum tókst ekki að ná samkomulagi um nýjan páfa í fyrstu umferð kosninganna. Líklega mun hvíti reykurinn ekki stíga upp fyrr en að nokkrum atkvæðagreiðslum loknum. Joseph Ratzinger, einn áhrifamesti kardinálinn í Páfagarði, messaði yfir kollegum sínum áður en þeir drógu sig í hlé til kjörfundarins. Í ræðunni minnti Ratzinger kirkjuhöfðingjana og kaþólikka almennt á hreyfingar sem hann telur ógn við hina réttu trú og helstu áskoranir næsta páfa. Meðal þessara ógna taldi hann hugmyndafræði á borð við marxisma, frjálshyggju, guðleysi, efahyggju og sjálfhverfa einstaklingshyggju. Sérstaka ógn sagði hann stafa af afstæðishyggju, hugmyndafræði þeirra sem telja að enginn algildur sannleikur sé til. "Við færumst nær alræði afstæðishyggjunnar sem tekur engin gildi gild," sagði Ratzinger. Þessari ógn verði kirkjan og hinir trúuðu að mæta af festu. Ratzinger, sem er 78 ára að aldri, er einn þeirra sem líklegastir þykja til að verða næsti páfi. Í veðbönkum var hann í gær kominn upp fyrir Ítalann Dionigi Tettamanzi, sem þykir frjálslyndari en Ratzinger. Meðal þeirra sem mest er veðjað á eru þó nú í fyrsta sinn menn frá löndum utan Evrópu, frá Brasilíu, Hondúras og Nígeríu. Jóhannes Páll II var fyrsti páfinn í aldir sem ekki var ítalskur. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Kardinálar frá öllum heimshornum settust í gær á rökstóla um kjör nýs páfa, bak við luktar dyr Sixtínsku kapellunnar í Páfagarði. Ekki var einhugur um nýjan páfa í fyrstu atkvæðagreiðslunni og því reis svartur mökkur upp úr reykháfi kapellunnar. Hátæknihlerunarvarnabúnaður á að hindra að nokkuð spyrjist út um það sem fram fer fyrr en kardinálarnir 115 hafa komist að niðurstöðu, en það gæti tekið nokkra daga. Er hinum þungu dyrum kapellunnar var lokið aftur höfðu nærfellt 40.000 manns safnast á Péturstorgið til að freista þess að vera með þeim fyrstu sem sjá hvíta reykinn stíga upp af þar til gerðum reykháf kapellunnar, en hann táknar að nýr páfi, hinn 265. í röðinni, hafi verið kjörinn. Það var hins vegar svartur mökkur sem steig upp til himna frá kapellunni í gærkvöld. Hann táknar að kardinálunum tókst ekki að ná samkomulagi um nýjan páfa í fyrstu umferð kosninganna. Líklega mun hvíti reykurinn ekki stíga upp fyrr en að nokkrum atkvæðagreiðslum loknum. Joseph Ratzinger, einn áhrifamesti kardinálinn í Páfagarði, messaði yfir kollegum sínum áður en þeir drógu sig í hlé til kjörfundarins. Í ræðunni minnti Ratzinger kirkjuhöfðingjana og kaþólikka almennt á hreyfingar sem hann telur ógn við hina réttu trú og helstu áskoranir næsta páfa. Meðal þessara ógna taldi hann hugmyndafræði á borð við marxisma, frjálshyggju, guðleysi, efahyggju og sjálfhverfa einstaklingshyggju. Sérstaka ógn sagði hann stafa af afstæðishyggju, hugmyndafræði þeirra sem telja að enginn algildur sannleikur sé til. "Við færumst nær alræði afstæðishyggjunnar sem tekur engin gildi gild," sagði Ratzinger. Þessari ógn verði kirkjan og hinir trúuðu að mæta af festu. Ratzinger, sem er 78 ára að aldri, er einn þeirra sem líklegastir þykja til að verða næsti páfi. Í veðbönkum var hann í gær kominn upp fyrir Ítalann Dionigi Tettamanzi, sem þykir frjálslyndari en Ratzinger. Meðal þeirra sem mest er veðjað á eru þó nú í fyrsta sinn menn frá löndum utan Evrópu, frá Brasilíu, Hondúras og Nígeríu. Jóhannes Páll II var fyrsti páfinn í aldir sem ekki var ítalskur.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira