Joseph Ratzinger kjörinn páfi 19. apríl 2005 00:01 Þýski kardínálinn Joseph Ratzinger hefur verið kjörinn páfi og hefur hann tekið sér nafnið Benedikt XVI. Ratzinger hefur verið einn af áhrifamestu kardínálum Vatíkansins og var af mörgum talinn líklegasti eftirmaður Jóhannesar Páls páfa annars. Hvítan reyk lagði upp úr páfareykháfnum á Sixtínsku kapellunni í Vatikaninu skömmu fyrir klukkan fjögur. Nokkur óvissa ríkti þó með litinn á reyknum, hann var dökkur til að byrja með en varð svo hvítur. Staðfesting þess að nýr páfi hefði verið valinn kom ekki fyrr en farið var að hringja kirkjuklukkunum í Péturskirkjunni. Nú hringja reyndar allar kirkjuklukkur í Róm. Hundrað þúsund manns fylgdust með og fögnuðu á Péturstorginu og milljónir manna fylgdust með beinni útsendingu í sjónvarpi. Kardinálarnir þurftu aðeins fjórar eða fimm atkvæðagreiðslur, það er ekki alveg ljóst hvort er, til að komast að niðurstöðu, sem er óvenju stutt. Þeir voru aðeins verið lokaðir inni í rúmar þrjátíu klukkustundir. Píus tólfti er sá eini sem hefur tekið styttri tíma að kjósa, en hann var kjörinn í þriðju atkvæðagreiðslu árið 1939. Það var chílenski kardinálinn Jorge Arturo Medina Estevez sem tilkynnti val páfa með orðunum: „Habemus Papam“, Við höfum páfa. Joseph Ratzinger er fæddur í Bæjaralandi árið 1927 og hefur starfað í Vatíkaninu frá árinu 1981. Hann var einn nánasti samstarfsmaður Jóhannesar Páls páfa og hefur verið nokkuð umdeildur vegna íhaldssamra skoðana sinna, en hann hefur barist gegn nútímavæðingu kaþólsku kirkjunnar. Ratzinger er 265. páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar og sjötti Þjóðverjinnn til að gegna embætti páfa. Hvítur reykur liðast upp úr strompinum á Sixtínsku kapellunni.MYND/APNunnur fagna því þegar reykurinn liðast upp úr strompinum.MYND/APKirkjuklukkurnar í Péturskirkjunni hringja til merkis um að nýr páfi hafi verið kjörinn.MYND/APFæðingarstaður Josephs Ratzingers í Marktl í Bæjaralandi.MYND/AP Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Sjá meira
Þýski kardínálinn Joseph Ratzinger hefur verið kjörinn páfi og hefur hann tekið sér nafnið Benedikt XVI. Ratzinger hefur verið einn af áhrifamestu kardínálum Vatíkansins og var af mörgum talinn líklegasti eftirmaður Jóhannesar Páls páfa annars. Hvítan reyk lagði upp úr páfareykháfnum á Sixtínsku kapellunni í Vatikaninu skömmu fyrir klukkan fjögur. Nokkur óvissa ríkti þó með litinn á reyknum, hann var dökkur til að byrja með en varð svo hvítur. Staðfesting þess að nýr páfi hefði verið valinn kom ekki fyrr en farið var að hringja kirkjuklukkunum í Péturskirkjunni. Nú hringja reyndar allar kirkjuklukkur í Róm. Hundrað þúsund manns fylgdust með og fögnuðu á Péturstorginu og milljónir manna fylgdust með beinni útsendingu í sjónvarpi. Kardinálarnir þurftu aðeins fjórar eða fimm atkvæðagreiðslur, það er ekki alveg ljóst hvort er, til að komast að niðurstöðu, sem er óvenju stutt. Þeir voru aðeins verið lokaðir inni í rúmar þrjátíu klukkustundir. Píus tólfti er sá eini sem hefur tekið styttri tíma að kjósa, en hann var kjörinn í þriðju atkvæðagreiðslu árið 1939. Það var chílenski kardinálinn Jorge Arturo Medina Estevez sem tilkynnti val páfa með orðunum: „Habemus Papam“, Við höfum páfa. Joseph Ratzinger er fæddur í Bæjaralandi árið 1927 og hefur starfað í Vatíkaninu frá árinu 1981. Hann var einn nánasti samstarfsmaður Jóhannesar Páls páfa og hefur verið nokkuð umdeildur vegna íhaldssamra skoðana sinna, en hann hefur barist gegn nútímavæðingu kaþólsku kirkjunnar. Ratzinger er 265. páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar og sjötti Þjóðverjinnn til að gegna embætti páfa. Hvítur reykur liðast upp úr strompinum á Sixtínsku kapellunni.MYND/APNunnur fagna því þegar reykurinn liðast upp úr strompinum.MYND/APKirkjuklukkurnar í Péturskirkjunni hringja til merkis um að nýr páfi hafi verið kjörinn.MYND/APFæðingarstaður Josephs Ratzingers í Marktl í Bæjaralandi.MYND/AP
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Sjá meira