Förðun og frami að námi loknu 20. apríl 2005 00:01 "Ég er nýbúin að ljúka við að farða fyrir þættina Allt í drasli og svo starfa ég við Ávaxtakörfuna," segir Linda Jóhannsdóttir á meðan hún dregur fram penslasettið, en við nám í förðun skiptir öllu máli að eiga gott safn af penslum en grunnsett fylgir með náminu. "Ég hef fengið heilmörg skemmtileg tækifæri eftir að ég útskrifaðist meðal annars við auglýsingar, danssýningar og fleira," segir Linda og hún tekur fram að námið hafi gert hana fullfæra um að starfa við fagið. "Ég var mjög ánægð með námið og það var mun meira en ég reiknaði með," segir Linda og tekur til við að farða módel sem hefur komið sér fyrir í förðunarstólnum hjá henni. Eva Natalja Róbertsdóttir, sem einnig stendur við stólinn og farðar módelið, er enn í framhaldsnáminu en tekur undir orð Lindu. "Það sem ég kann einna best við skólann er hvað hann er persónulegur og að það sé hugsað um hvern og einn nemenda og okkur er leiðbeint sem einstaklingum en ekki hóp," segir Eva Natalja en Emm school of makeup er eini skólinn á Íslandi sem býður upp á framhaldsnám í förðun á eftir grunnnámi og er þar leitast við að draga fram áhuga og hæfileika hvers og eins. Linda kinkar kolli og bætir við að það sé ekki bara verið að kenna þeim að farða heldur er þeim kennt inn á iðnaðinn og hvernig eigi að fylgjast með nýjustu tískustraumum. Stúlkurnar láta sig báðar dreyma um framhaldsnám en Lindu langar að verða stílisti á meðan Evu Natalju langar til að læra kvikmyndaförðun. "Námið í skólanum er heilmikið og mikið er um heimavinnu auk þess sem við vinnum lokaverkefni, en báðar höfum við lært mjög mikið og byggt góðan grunn fyrir frekari nám," segja þær stöllur og leggja lokahönd á að farða módelið af mikilli fagmennsku. Nám Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Sjá meira
"Ég er nýbúin að ljúka við að farða fyrir þættina Allt í drasli og svo starfa ég við Ávaxtakörfuna," segir Linda Jóhannsdóttir á meðan hún dregur fram penslasettið, en við nám í förðun skiptir öllu máli að eiga gott safn af penslum en grunnsett fylgir með náminu. "Ég hef fengið heilmörg skemmtileg tækifæri eftir að ég útskrifaðist meðal annars við auglýsingar, danssýningar og fleira," segir Linda og hún tekur fram að námið hafi gert hana fullfæra um að starfa við fagið. "Ég var mjög ánægð með námið og það var mun meira en ég reiknaði með," segir Linda og tekur til við að farða módel sem hefur komið sér fyrir í förðunarstólnum hjá henni. Eva Natalja Róbertsdóttir, sem einnig stendur við stólinn og farðar módelið, er enn í framhaldsnáminu en tekur undir orð Lindu. "Það sem ég kann einna best við skólann er hvað hann er persónulegur og að það sé hugsað um hvern og einn nemenda og okkur er leiðbeint sem einstaklingum en ekki hóp," segir Eva Natalja en Emm school of makeup er eini skólinn á Íslandi sem býður upp á framhaldsnám í förðun á eftir grunnnámi og er þar leitast við að draga fram áhuga og hæfileika hvers og eins. Linda kinkar kolli og bætir við að það sé ekki bara verið að kenna þeim að farða heldur er þeim kennt inn á iðnaðinn og hvernig eigi að fylgjast með nýjustu tískustraumum. Stúlkurnar láta sig báðar dreyma um framhaldsnám en Lindu langar að verða stílisti á meðan Evu Natalju langar til að læra kvikmyndaförðun. "Námið í skólanum er heilmikið og mikið er um heimavinnu auk þess sem við vinnum lokaverkefni, en báðar höfum við lært mjög mikið og byggt góðan grunn fyrir frekari nám," segja þær stöllur og leggja lokahönd á að farða módelið af mikilli fagmennsku.
Nám Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Sjá meira