Óttast að félagið fari í gjaldþrot 20. apríl 2005 00:01 Einar Örn Jónsson og félagar hans hjá þýska liðinu Wallau Massenheim þurfa að bíða áfram í óvissu um framtíð félagsins en það rambar á barmi gjaldþrots og leikmenn hafa ekki enn fengið greidd laun á þessu ári. Einar og félagar áttu von á því að fá skýr svör um framtíðina á fundi í gær en stóðu eftir litlu nær. "Það var ekki hægt að lofa okkur miklu nema að við fengjum þrjá mánuði greidda frá ríkinu færi svo að félagið endaði í gjaldþroti. Þetta virðist ekki líta vel út," sagði Einar Örn í gær. "Það er verið að leita allra leiða til þess að halda félaginu gangandi. Vandamálið liggur í því að það á enga peninga til þess að greiða upp skuldir. Styrktaraðilar sem hafa verið að setja peninga í félagið eru hættir því þar sem þeir óttast að félagið fari í gjaldþrot." Einar segir að leikmenn séu í algjörri óvissu um framtíðina en þeir hafi um lítið annað að velja en að halda áfram að spila og vona það besta enda ekki hægt að skipta um félag á þessari stundu. Wallau hefur boðið Einari nýjan samning og hann hyggst skrifa undir þann samning takist að bjarga félaginu. "Félög sem hafa klórað sig út úr álíka veseni eru í nokkuð góðum málum í dag. Þeir sem eru búnir að brenna sig eru ekkert að setjast á grillið aftur. Þetta er samt hið flóknasta mál og við fengum í raun ekkert nema staðfestingu á því sem við vissum fyrir," sagði Einar Örn. Íslenski handboltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Einar Örn Jónsson og félagar hans hjá þýska liðinu Wallau Massenheim þurfa að bíða áfram í óvissu um framtíð félagsins en það rambar á barmi gjaldþrots og leikmenn hafa ekki enn fengið greidd laun á þessu ári. Einar og félagar áttu von á því að fá skýr svör um framtíðina á fundi í gær en stóðu eftir litlu nær. "Það var ekki hægt að lofa okkur miklu nema að við fengjum þrjá mánuði greidda frá ríkinu færi svo að félagið endaði í gjaldþroti. Þetta virðist ekki líta vel út," sagði Einar Örn í gær. "Það er verið að leita allra leiða til þess að halda félaginu gangandi. Vandamálið liggur í því að það á enga peninga til þess að greiða upp skuldir. Styrktaraðilar sem hafa verið að setja peninga í félagið eru hættir því þar sem þeir óttast að félagið fari í gjaldþrot." Einar segir að leikmenn séu í algjörri óvissu um framtíðina en þeir hafi um lítið annað að velja en að halda áfram að spila og vona það besta enda ekki hægt að skipta um félag á þessari stundu. Wallau hefur boðið Einari nýjan samning og hann hyggst skrifa undir þann samning takist að bjarga félaginu. "Félög sem hafa klórað sig út úr álíka veseni eru í nokkuð góðum málum í dag. Þeir sem eru búnir að brenna sig eru ekkert að setjast á grillið aftur. Þetta er samt hið flóknasta mál og við fengum í raun ekkert nema staðfestingu á því sem við vissum fyrir," sagði Einar Örn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira