Damir á leið til Asíu Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2024 13:54 Damir Muminovic fagnar með stuðningsmönnum sem voru alveg við endalínuna, á bakvið hlið sem sett höfðu verið upp sérstaklega vegna leiksins. VÍSIR/VILHELM Damir Muminovic, miðvörður Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, hefur komist að samkomulagi við félagið um að yfirgefa það tímabundið til þess að spila í úrvalsdeild í Singapúr. Íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson greindi frá þessu á Twitter í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis var það einnig til skoðunar í vor að Damir færi til Asíu en nú er allt útlit fyrir að það verði frágengið á næstu dögum. Serbinn geðugi kveður Smárann🇷🇸🟢Damir Muminovic hefur rift samningi sínum við Breiðablik og mun spila í Asíu(Singapore Super League) fram á næsta ár. Gerir samning þar til í júní með möguleika á framlengingu. pic.twitter.com/AQ8YYMc6kr— Gunnar Birgisson (@grjotze) November 12, 2024 Níu lið leika í úrvalsdeildinni í Singapúr og er eitt þeirra staðsett utan eyríkisins, eða í Brúnei. Það félag heitir DPMM (Duli Pengiran Muda Mahkota) og er eftir því sem næst verður komist það félag sem Damir mun nú ganga til liðs við. Damir átti eitt ár eftir af samningi sínum við Breiðablik en mun hafa komist að samkomulagi við félagið um að fara í þetta Asíuævintýri. Hann gæti svo snúið aftur eftir að tímabilinu í Singapúr lýkur í maí, og spilað með Blikum á nýjan leik frá og með opnun félagaskiptagluggans í júlí. Ef rétt reynist að Damir sé á leið til DPMM þá mun hann leika undir stjórn Skotans Jamie McAllister, og í liði sem er að mestu skipað heimamönnum en einnig leikmönnum frá Portúgal, Brasilíu, Afganistan, Ástralíu og Norður-Makedóníu. Leikmenn DPMM eru nú komnir í frí fram yfir áramót og spila næst deildarleik 13. janúar, gegn toppliði Lion City Sailors. DPMM er sem stendur í 6. sæti af liðunum níu í deildinni, með 21 stig eftir 18 leiki, eða 18 stigum á eftir efstu liðum. Breiðablik Fótbolti Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson greindi frá þessu á Twitter í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis var það einnig til skoðunar í vor að Damir færi til Asíu en nú er allt útlit fyrir að það verði frágengið á næstu dögum. Serbinn geðugi kveður Smárann🇷🇸🟢Damir Muminovic hefur rift samningi sínum við Breiðablik og mun spila í Asíu(Singapore Super League) fram á næsta ár. Gerir samning þar til í júní með möguleika á framlengingu. pic.twitter.com/AQ8YYMc6kr— Gunnar Birgisson (@grjotze) November 12, 2024 Níu lið leika í úrvalsdeildinni í Singapúr og er eitt þeirra staðsett utan eyríkisins, eða í Brúnei. Það félag heitir DPMM (Duli Pengiran Muda Mahkota) og er eftir því sem næst verður komist það félag sem Damir mun nú ganga til liðs við. Damir átti eitt ár eftir af samningi sínum við Breiðablik en mun hafa komist að samkomulagi við félagið um að fara í þetta Asíuævintýri. Hann gæti svo snúið aftur eftir að tímabilinu í Singapúr lýkur í maí, og spilað með Blikum á nýjan leik frá og með opnun félagaskiptagluggans í júlí. Ef rétt reynist að Damir sé á leið til DPMM þá mun hann leika undir stjórn Skotans Jamie McAllister, og í liði sem er að mestu skipað heimamönnum en einnig leikmönnum frá Portúgal, Brasilíu, Afganistan, Ástralíu og Norður-Makedóníu. Leikmenn DPMM eru nú komnir í frí fram yfir áramót og spila næst deildarleik 13. janúar, gegn toppliði Lion City Sailors. DPMM er sem stendur í 6. sæti af liðunum níu í deildinni, með 21 stig eftir 18 leiki, eða 18 stigum á eftir efstu liðum.
Breiðablik Fótbolti Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira