„Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. nóvember 2024 10:31 Arnór segir að hann muni seint gleyma leiknum við Djurgarden fyrir áratug. Samsett/Vísir Ferill fótboltamannsins Arnórs Smárasonar dró hann víða um heim og það gekk á ýmsu. Atvik frá leik í Svíþjóð 10 árum síðan situr enn í honum. Arnór var leikmaður Helsingborgar árið 2014 þegar Djurgarden frá Stokkhólmi sótti borgina heim. Þeirri heimsókn fylgdi stór hópur fótboltabullna. „Kolbilaðir stuðningsmenn. Eins og öll þessi stóru lið í Svíþjóð. Þeir fóru á hokkíleik á laugardeginum og svo voru í Helsingborg um nóttina. Það var reyndar ekki sofið mikið. Það var allt brotið og bramlað í bænum,“ „Svo fara þeir á fyrsta leik í deild, Helsingborg á móti Djurgarden daginn eftir,“ segir Arnór. Skammt var liðið á þann leik þegar hópurinn í gestahluta stúkunnar strunsaði inn á völlinn. „Maður hafði séð læti en ekki á þessu kaliberi. Að menn stormi völlinn og fari í alvöru handamerkingar við hina stuðningsmennina meðan á leik stendur,“ segir Arnór og bætir við: „Okkur er bara sagt að drífa okkur inn í klefa. Sérsveitin mætir og hundar og allt gjörsamlega bilað. Þá höfðu stuðningsmenn Djurgarden frétt stuttu fyrir leik að stuðningmaður þeirra var laminn með flösku í hausinn. Hann dettur aftur fyrir sig og deyr,“ „Þetta var náttúrulega alveg hræðilegt. Maður trúði þessu ekki. Enginn gerði og þetta var mjög stórt mál í Svíþjóð. Það var ekki gaman að vera í þessum aðstæðum en að sama skapi eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi,“ segir Arnór. Klippa: Arnór gerir upp viðburðarríkan feril Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan og þá má einnig finna það á öllum helstu hlaðvarpsveitum í Besta sætinu. Sænski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti ÍA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Sjá meira
Arnór var leikmaður Helsingborgar árið 2014 þegar Djurgarden frá Stokkhólmi sótti borgina heim. Þeirri heimsókn fylgdi stór hópur fótboltabullna. „Kolbilaðir stuðningsmenn. Eins og öll þessi stóru lið í Svíþjóð. Þeir fóru á hokkíleik á laugardeginum og svo voru í Helsingborg um nóttina. Það var reyndar ekki sofið mikið. Það var allt brotið og bramlað í bænum,“ „Svo fara þeir á fyrsta leik í deild, Helsingborg á móti Djurgarden daginn eftir,“ segir Arnór. Skammt var liðið á þann leik þegar hópurinn í gestahluta stúkunnar strunsaði inn á völlinn. „Maður hafði séð læti en ekki á þessu kaliberi. Að menn stormi völlinn og fari í alvöru handamerkingar við hina stuðningsmennina meðan á leik stendur,“ segir Arnór og bætir við: „Okkur er bara sagt að drífa okkur inn í klefa. Sérsveitin mætir og hundar og allt gjörsamlega bilað. Þá höfðu stuðningsmenn Djurgarden frétt stuttu fyrir leik að stuðningmaður þeirra var laminn með flösku í hausinn. Hann dettur aftur fyrir sig og deyr,“ „Þetta var náttúrulega alveg hræðilegt. Maður trúði þessu ekki. Enginn gerði og þetta var mjög stórt mál í Svíþjóð. Það var ekki gaman að vera í þessum aðstæðum en að sama skapi eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi,“ segir Arnór. Klippa: Arnór gerir upp viðburðarríkan feril Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan og þá má einnig finna það á öllum helstu hlaðvarpsveitum í Besta sætinu.
Sænski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti ÍA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Sjá meira