Yfir 50% námsmanna í vinnu 24. apríl 2005 00:01 Meira en helmingur íslenskra námsmanna yfir sextán ára aldri stundar vinnu með námi. Deildarforseti við Háskóla Íslands segir það færast í vöxt að nemendur ljúki ekki lokaverkefnum við skólann þar sem þeir hverfi til vinnu áður en náminu ljúki. Á fyrsta ársfjórðungi ársins unnu rétt tæp 60% allra námsmanna yfir sextán ára aldri með vinnu, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Meðalvinnuvikan hjá þeim sem vinna er tæplega tuttugu og sjö stundir. Rétt er þó að taka fram að inni í þeim tölum eru námsmenn sem eru á námssamningi eða í starfsþjálfun. Líklegt er að meðalvinnuvikan sé nokkuð styttri, sé einungis miðað við þá sem eru í bóknámi. Framhaldsskólanemendur sem fréttastofan ræddi við voru þó á einu máli um að vinnan kæmi ekki niður á náminu. En það er ekki bara á framhaldsskólastigi sem nemendur vinna með námi því það gera einnig margir háskólanemar landsins. Gildir þá einu þó þeir séu í fullu námi, og jafnvel á meistarastigi. Oddný Sverrisdóttir, forseti Hugvísindadeildar Háskóla Íslands, segir það jafnvel ganga svo langt að spurning sé hvort nemendur sé í vinnu með námi eða námi með vinnu. Og Oddný segir það orðið nokkuð algengt að nemendur ljúki ekki námi og þar spili mikil vinna sína rullu. Hún segir það mjög sorglegt þegar nemendur taki vinnuna það mikið fram yfir að þeir ljúki aldrei náminu. Hún segist vonast til þess að með tilkomu Háskólasjóðs Eimskipa dragi úr þessari þróun, sérstaklega í meistaranámi, enda muni nemendur í rannsóknartengdu námi þá fá styrki fyrir nám sitt. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Meira en helmingur íslenskra námsmanna yfir sextán ára aldri stundar vinnu með námi. Deildarforseti við Háskóla Íslands segir það færast í vöxt að nemendur ljúki ekki lokaverkefnum við skólann þar sem þeir hverfi til vinnu áður en náminu ljúki. Á fyrsta ársfjórðungi ársins unnu rétt tæp 60% allra námsmanna yfir sextán ára aldri með vinnu, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Meðalvinnuvikan hjá þeim sem vinna er tæplega tuttugu og sjö stundir. Rétt er þó að taka fram að inni í þeim tölum eru námsmenn sem eru á námssamningi eða í starfsþjálfun. Líklegt er að meðalvinnuvikan sé nokkuð styttri, sé einungis miðað við þá sem eru í bóknámi. Framhaldsskólanemendur sem fréttastofan ræddi við voru þó á einu máli um að vinnan kæmi ekki niður á náminu. En það er ekki bara á framhaldsskólastigi sem nemendur vinna með námi því það gera einnig margir háskólanemar landsins. Gildir þá einu þó þeir séu í fullu námi, og jafnvel á meistarastigi. Oddný Sverrisdóttir, forseti Hugvísindadeildar Háskóla Íslands, segir það jafnvel ganga svo langt að spurning sé hvort nemendur sé í vinnu með námi eða námi með vinnu. Og Oddný segir það orðið nokkuð algengt að nemendur ljúki ekki námi og þar spili mikil vinna sína rullu. Hún segir það mjög sorglegt þegar nemendur taki vinnuna það mikið fram yfir að þeir ljúki aldrei náminu. Hún segist vonast til þess að með tilkomu Háskólasjóðs Eimskipa dragi úr þessari þróun, sérstaklega í meistaranámi, enda muni nemendur í rannsóknartengdu námi þá fá styrki fyrir nám sitt.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira