Ratzinger vígður páfi 24. apríl 2005 00:01 Joseph Ratzinger tók í gær formlega við embætti páfa undir nafninu Benedikt sextándi. Hátíðleg innsetningarathöfn var haldin í Péturskirkjunni í Róm. Í ræðu sinni sagðist páfi ekki ætla að stjórna samkvæmt sínum eigin vilja, "heldur að hlusta, ásamt allri kirkjunni, á orð og vilja drottins, að njóta leiðsagnar hans til þess að hann sjálfur muni leiða kirkjuna á þessari stund í sögu okkar". Benedikt hóf athöfnina með því að ganga að gröf Péturs postula í Péturskirkjunni og votta honum virðingu sína. Síðan blessaði hann gröfina meðan kór söng. Strax að messu lokinni hélt páfi út á Péturstorgið í hvítri opinni bifreið umkringdur óeinkennisklæddum vörðum. Forveri Benedikts, hinn nýlátni Jóhannes Páll II, fór fótgangandi um torgið en af öryggisástæðum var ákveðið að Benedikt myndi notast við bifreið, en engar skotheldar rúður skýldu honum þó. Eitt táknrænasta augnablik athafnarinnar var þegar hinum nýja páfa voru afhentir tveir munir. Annar er fiskimannshringurinn, sem svo er nefndur, með greyptri mynd af Pétri postula að kasta fiskinetum. Hinn hluturinn er þunnt ullarsjal sem páfi ber á öxlum sínum og táknar það hlutverk páfa að vera hirðir er gætir hjarðar sinnar. Ráðamenn frá fjölmörgum löndum voru viðstaddir athöfnina, þar á meðal Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, Alexander Kwasniewski forseti Póllands og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands. Talið var að allt að hálf milljón manns hefði verið stödd á Péturstorginu og í næsta nágrenni þess meðan athöfnin stóð yfir. Þar á meðal voru líklega um það bil hundrað þúsund Þjóðverjar. Víða um heim fylgdust kaþólskir menn spenntir með athöfninni og fögnuðu hinum nýja páfa, þótt umdeildur væri. Hvergi var þó meira fagnað, að Rómarborg undanskilinni, en í smábænum Traunstein sunnan til í Þýskalandi. Þar ólst Joseph Ratzinger upp og þangað hefur hann komið á hverju ári. "Þetta kom svolítið á óvart," sagði Rupert Berger, kaþólskur prestur í Traunstein og æskuvinur hins nýja páfa. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Joseph Ratzinger tók í gær formlega við embætti páfa undir nafninu Benedikt sextándi. Hátíðleg innsetningarathöfn var haldin í Péturskirkjunni í Róm. Í ræðu sinni sagðist páfi ekki ætla að stjórna samkvæmt sínum eigin vilja, "heldur að hlusta, ásamt allri kirkjunni, á orð og vilja drottins, að njóta leiðsagnar hans til þess að hann sjálfur muni leiða kirkjuna á þessari stund í sögu okkar". Benedikt hóf athöfnina með því að ganga að gröf Péturs postula í Péturskirkjunni og votta honum virðingu sína. Síðan blessaði hann gröfina meðan kór söng. Strax að messu lokinni hélt páfi út á Péturstorgið í hvítri opinni bifreið umkringdur óeinkennisklæddum vörðum. Forveri Benedikts, hinn nýlátni Jóhannes Páll II, fór fótgangandi um torgið en af öryggisástæðum var ákveðið að Benedikt myndi notast við bifreið, en engar skotheldar rúður skýldu honum þó. Eitt táknrænasta augnablik athafnarinnar var þegar hinum nýja páfa voru afhentir tveir munir. Annar er fiskimannshringurinn, sem svo er nefndur, með greyptri mynd af Pétri postula að kasta fiskinetum. Hinn hluturinn er þunnt ullarsjal sem páfi ber á öxlum sínum og táknar það hlutverk páfa að vera hirðir er gætir hjarðar sinnar. Ráðamenn frá fjölmörgum löndum voru viðstaddir athöfnina, þar á meðal Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, Alexander Kwasniewski forseti Póllands og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands. Talið var að allt að hálf milljón manns hefði verið stödd á Péturstorginu og í næsta nágrenni þess meðan athöfnin stóð yfir. Þar á meðal voru líklega um það bil hundrað þúsund Þjóðverjar. Víða um heim fylgdust kaþólskir menn spenntir með athöfninni og fögnuðu hinum nýja páfa, þótt umdeildur væri. Hvergi var þó meira fagnað, að Rómarborg undanskilinni, en í smábænum Traunstein sunnan til í Þýskalandi. Þar ólst Joseph Ratzinger upp og þangað hefur hann komið á hverju ári. "Þetta kom svolítið á óvart," sagði Rupert Berger, kaþólskur prestur í Traunstein og æskuvinur hins nýja páfa.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent