Líkfundarmál fyrir Hæstarétti 25. apríl 2005 00:01 MYND/E.Ól Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast allir sýknu af ákæru um að hafa ekki komið Vaidasi Juciviciusi til aðstoðar í neyð og fyrir að fara illa með líkið af honum. Tomas Malakauskas viðurkennir hlut sinn í smygli á fíkniefnunum sem Jucivicius var með innvortis. Aðalmeðferð þessa máls hófst fyrir Hæstarétti í morgun. Eins og kunnugt fannst líkið af Vaidasi Juciviciusi í höfinni í Neskaupstað í fyrra og fannst mikið af amfetamíni í líkinu. Ákæran á hendur þremenningunum Jónasi Inga Ragnarssyni, Grétari Sigurðssyni og Tomasi Malakauskas er í þremur liðum, en þeir eru ákærðir fyrir innflutning á fíkniefnum, fyrir að koma Juciviciusi ekki til aðstoðar í neyð og fyrir illa meðferð á líkinu af honum. Í upphafi málflutnings fyrir Hæstarétti í dag flutti Ragnheiður Harðardóttir saksóknari mál sitt og krafðist hún tveggja og hálfs árs refsingar yfir öllum sakborningum. Hún sá reyndar ástæðu til þess að nefna það nokkrum sinnum að framburður Jónasar Inga Ragnarssonar fyrir héraðsdómi og við skýrslutöku væri að engu hafandi. Grétar Sigurðsson var einni ákærðra við málflutnininginn en verjandi hans krafðist sýknu fyrir hans hönd af öllum ákæruatriðum. Verjandi Jónasar Inga krafðist einnig sýknu eða í það minnsta lækkunar á refsingu. Verjandi Tomasar Malakauskas sagði að skjólstæðingur sinn viðurkenndi að hafa átt þátt í innflutningnum á fíkniefnunum sem Vaidas Jucivicius var með innvortis en krafðist sýknu vegna hinna ákæruatriðanna. Reyndar sá verjandi Grétars Sigurðssonar ástæðu til þess að ítreka eftir málflutninginn við Hæstarétt að fyrst Vaidasi Juciviciusi hefði sjálfum ekki verið ljóst að hann væri í bráðri lífshættu hefði sakborningunum ekki mátt vera það. Hann sá einnig ástæðu til þess að geta þess að þáttur þremenninganna í málinu væri jafn en honum fannst sem verjendur Jónasar Inga og Tomasar Malakauskas gerðu minna úr þætti sinna skjólstæðinga. Málið var að þessu loknu lagt í dóm Hæstaréttar. Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast allir sýknu af ákæru um að hafa ekki komið Vaidasi Juciviciusi til aðstoðar í neyð og fyrir að fara illa með líkið af honum. Tomas Malakauskas viðurkennir hlut sinn í smygli á fíkniefnunum sem Jucivicius var með innvortis. Aðalmeðferð þessa máls hófst fyrir Hæstarétti í morgun. Eins og kunnugt fannst líkið af Vaidasi Juciviciusi í höfinni í Neskaupstað í fyrra og fannst mikið af amfetamíni í líkinu. Ákæran á hendur þremenningunum Jónasi Inga Ragnarssyni, Grétari Sigurðssyni og Tomasi Malakauskas er í þremur liðum, en þeir eru ákærðir fyrir innflutning á fíkniefnum, fyrir að koma Juciviciusi ekki til aðstoðar í neyð og fyrir illa meðferð á líkinu af honum. Í upphafi málflutnings fyrir Hæstarétti í dag flutti Ragnheiður Harðardóttir saksóknari mál sitt og krafðist hún tveggja og hálfs árs refsingar yfir öllum sakborningum. Hún sá reyndar ástæðu til þess að nefna það nokkrum sinnum að framburður Jónasar Inga Ragnarssonar fyrir héraðsdómi og við skýrslutöku væri að engu hafandi. Grétar Sigurðsson var einni ákærðra við málflutnininginn en verjandi hans krafðist sýknu fyrir hans hönd af öllum ákæruatriðum. Verjandi Jónasar Inga krafðist einnig sýknu eða í það minnsta lækkunar á refsingu. Verjandi Tomasar Malakauskas sagði að skjólstæðingur sinn viðurkenndi að hafa átt þátt í innflutningnum á fíkniefnunum sem Vaidas Jucivicius var með innvortis en krafðist sýknu vegna hinna ákæruatriðanna. Reyndar sá verjandi Grétars Sigurðssonar ástæðu til þess að ítreka eftir málflutninginn við Hæstarétt að fyrst Vaidasi Juciviciusi hefði sjálfum ekki verið ljóst að hann væri í bráðri lífshættu hefði sakborningunum ekki mátt vera það. Hann sá einnig ástæðu til þess að geta þess að þáttur þremenninganna í málinu væri jafn en honum fannst sem verjendur Jónasar Inga og Tomasar Malakauskas gerðu minna úr þætti sinna skjólstæðinga. Málið var að þessu loknu lagt í dóm Hæstaréttar.
Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira