Viðskipti innlent

Ekki aðhafst frekar

KB banki segir að Fjármálaeftirlitið hafi lýst því yfir við bankann að það telji ekki tilefni til að aðhafast frekar í máli er varðar ítrekuð tilmæli Fjármálaeftirlitsins til bankans um að hann veiti fyrrverandi viðskiptavini tilteknar upplýsingar. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans til fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar vegna fréttar af málinu í síðustu viku. Í bréfi Fjármálaeftirlitsins til viðskiptavinarins um framvindu málsins segir hins vegar ekkert um það hvort eftirlitið hafi tilefni til að aðhafast frekar, heldur segir þar að það sé ekki hlutverk Fjármálaeftirlitsins að skera úr um ágreining aðila. Eins og fram kom í fréttinni hefur Fjármálaeftirlitið margítrekað við bankann að hann veiti viðskiptavininum umbeðnar upplýsingar, en án árangurs. Þar sem Fjármálaeftirlitið er búið að gera það sem í þess valdi stendur hefur málsaðilinn snúið sér til viðskiptaráðuneytisins í vanda sínum, þar sem Fjármálaeftirlitið heyrir undir ráðuneytið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×