Viðskipti innlent

Hagnaður Straums 4,5 milljarðar

Straumur Fjárfestingabanki hagnaðist um rúma fjóra og hálfan milljarð eftir skatta á fyrsta þremur mánuðum ársins. Það er 127 prósenta hækkun miðað við árið í fyrra en þá nam hagnaðurinn rúmum tveimur milljörðum. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 14,5 prósent á fyrstu þremur mánuðunum ársins sem gerir 72 prósenta arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli. Heildareignir bankans nema 109 milljörðum en voru í árslok 2004 tæpir 90 milljarðar króna. Eignir bankans hafa því aukist um tæpa 20 milljarða á fyrstu þremur mánuðum ársins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×