Innlent

Prófessorsstaða kennd við Jónas

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, hafa undirrritað viljayfirlýsingu um að stofnuð verði staða prófessors í samvinnufræðum við skólann sem kennd verði við Jónas frá Hriflu. Hundrað og tuttugu ár eru nú liðin frá fæðingu Jónasar. Í viljayfirlýsingunni segir að markmiðið verði að efla rannsóknir og vitneskju um sögulegar rætur samvinnuhugsjónarinnar og um sögu og feril samvinnustarfs á Íslandi. Einnig að rannsökuð verði áhrif Jónasar á stjórnmálaþróun, framfarir, menningu og þjóðlíf, sem og á samskipti við aðrar þjóðir. Jónas er álitinn einn merkasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar en hann var m.a.skólastjóri Samvinnuskólans sem nú heitir Viðskiptaháskólinn á Bifröst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×