Viðskipti innlent

Milljarðartap hjá deCode

Mynd/Vísir
Tap af rekstri deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, á fyrsta ársfjórðungi var talsvert meira en tekjur eða um einn milljarður króna. Tekjurnar námu um sex hundruð milljónum króna. Tapið núna er hátt í 250 milljónum meira en á sama tímabili í fyrra. Tekjur eru líka heldur minni í ár en í fyrra. Um þessar afkomutölur segir í tilkynningu frá félaginu að þær beri vott um aukna áherslu deCode á uppgötvun nýrra lyfja og þróunarvinnu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×