"Stelpustrákur" á blæjubíl 10. maí 2005 00:01 Já, það er eins og fólki finnist einkennilegt að stelpa keyri svona bíl," segir Sólrún Dröfn og finnst það auðvitað alveg fáránlegt. "Ég hef alltaf verið hálfgerður "stelpustrákur" með bíladellu og finnst æðislegt að vera á flottum bíl. Ég er líka löggiltur bílasali og kannski finnst fólki það líka skrýtið." Bíll Sólrúnar Drafnar er af gerðinni Chevrolet Camaro árgerð '95. "Þetta er einn með öllu, mótorhjólagrár og eini bíllinn í þessum lit. Vélin er 350 LT1 og hásingin 10 bolta Chevy-hásing með diskalæsingu og drifhlutföllin 3.40:1. Svo er hann leðurklæddur að innan og græjurnar eru meiriháttar, Pioneer-geislaspilari, 700 w Boss-magnari og 12" TypeR-keilur frá Alpine." Sólrún segist ekki vera mikið ofan í vélarhlífinni á bílnum þótt hún geti gert það helsta eins og að skipta um bremsuklossa, olíu og dekk. "Aðalkikkið er að keyra bílinn, hann er svo ljúfur og þýður að maður finnur ekkert fyrir hraðanum." Sólrún er ekki óvön því að vekja athygli á bílnum sínum því Skodinn sem hún átti vakti alls staðar óskipta athygli. "Hann var fyrsti sportarinn sem ég átti en ég lét sprauta hann í mjög sérstökum grænum lit. Hann var líka einn af fyrstu "kittuðu" bílunum." Þótt skammt sé liðið á sumar er Sólrún þegar farin að hafa blæjuna niðri. "Það er langt í frá kalt, maður situr í skjóli og það er bara hlýtt og notalegt." Sólrún er á kafi í hestamennsku og er að temja fyrir fólk. "'Ég hef alltaf verið í hestamennsku og er að temja eftir vinnu. Svo er ég ofsalega áhugasöm um nýstofnaðan bílaklúbb sem heitir Bling Bling og vona að ég hafi fljótlega tíma til að sinna því áhugamáli." Bílar Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Já, það er eins og fólki finnist einkennilegt að stelpa keyri svona bíl," segir Sólrún Dröfn og finnst það auðvitað alveg fáránlegt. "Ég hef alltaf verið hálfgerður "stelpustrákur" með bíladellu og finnst æðislegt að vera á flottum bíl. Ég er líka löggiltur bílasali og kannski finnst fólki það líka skrýtið." Bíll Sólrúnar Drafnar er af gerðinni Chevrolet Camaro árgerð '95. "Þetta er einn með öllu, mótorhjólagrár og eini bíllinn í þessum lit. Vélin er 350 LT1 og hásingin 10 bolta Chevy-hásing með diskalæsingu og drifhlutföllin 3.40:1. Svo er hann leðurklæddur að innan og græjurnar eru meiriháttar, Pioneer-geislaspilari, 700 w Boss-magnari og 12" TypeR-keilur frá Alpine." Sólrún segist ekki vera mikið ofan í vélarhlífinni á bílnum þótt hún geti gert það helsta eins og að skipta um bremsuklossa, olíu og dekk. "Aðalkikkið er að keyra bílinn, hann er svo ljúfur og þýður að maður finnur ekkert fyrir hraðanum." Sólrún er ekki óvön því að vekja athygli á bílnum sínum því Skodinn sem hún átti vakti alls staðar óskipta athygli. "Hann var fyrsti sportarinn sem ég átti en ég lét sprauta hann í mjög sérstökum grænum lit. Hann var líka einn af fyrstu "kittuðu" bílunum." Þótt skammt sé liðið á sumar er Sólrún þegar farin að hafa blæjuna niðri. "Það er langt í frá kalt, maður situr í skjóli og það er bara hlýtt og notalegt." Sólrún er á kafi í hestamennsku og er að temja fyrir fólk. "'Ég hef alltaf verið í hestamennsku og er að temja eftir vinnu. Svo er ég ofsalega áhugasöm um nýstofnaðan bílaklúbb sem heitir Bling Bling og vona að ég hafi fljótlega tíma til að sinna því áhugamáli."
Bílar Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira