Innlent

Stóraukið framlag til HÍ

Í ályktun frá Félagi háskólakennara og Félagi prófessora í Háskóla Íslands er þess krafist að stjórnvöld komi að uppbyggingu Háskólans með stórauknu framlagi til rannsókna og kennslu. Félögin segja að stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðunar á háskólanum leiði í ljós að skólinn búi við fjársvelti og að fjárveitingar til hans séu langt undir því sem tíðkast meðal sambærilegra háskóla í nágrannalöndunum. Ljóst sé að ef stjórnvöld bregðist ekki við fjárhagsvanda Háskóla Íslands muni fagleg uppbygging hans staðna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×