Fjallgöngur aldrei verið vinsælli 13. október 2005 19:12 "Fjallgöngur eru greinilega í tísku en þegar maður var að byrja að ganga á fjöll um 1980 þá var maður álitinn skrítinn," rifjar Guðmundur J. Hallvarðsson tónlistarmaður upp. Hann segir gönguferðir reyndar hafa átt vaxandi fylgi að fagna í dálítinn tíma og margt blandist inn í það, til dæmis heilsuefling og annað slíkt. Uppselt er í margar gönguferðir sumarsins og um hundrað manns ætla að ganga á Hvannadalshnjúk nú um hvítasunnuna. "Það er einhver rómantík í því að komast á hæsta tind landsins. Þar vilja allir standa," segir Guðmundur þegar hann er spurður álits á þessum mikla áhuga. Hann dregur reyndar í efa að allir séu nógu vel undirbúnir undir jökulgönguna enda sé hún frekar erfið. En telur hann að fólk upplifi gönguferðir um landið á annan hátt en áður og þar sé einhver rómantík í spilinu? "Ég held það sé dálítið misjafnt. Sumir fara í göngur til að kynnast landinu, virða fyrir sér útsýnið og spá kannski í jarðfræðina og söguna. Nokkurskonar landkönnuðarferðir. Svo fer fólk á fjöll sem leggur allt kapp á að komast nógu hratt. Þannig að segja má að sportið sé komið inn í þetta. Vegalengd sem venjulega er farin á þremur til fjórum dögum er þá farin kannski á fimm tímum. Umhverfis- og náttúruvernd spilar líka inn í þennan aukna áhuga. Þannig að það er engin ein lína í þessu." Guðmundur hefur verið fararstjóri hópa á vegum Ferðafélags Íslands um Hornstrandarsvæðið frá 1990. Hann segir allar Hornstrandaferðir hjá Ferðafélaginu í sumar hafa selst upp og tvær aukaferðir verið settar á dagskrá. Ferðalög Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
"Fjallgöngur eru greinilega í tísku en þegar maður var að byrja að ganga á fjöll um 1980 þá var maður álitinn skrítinn," rifjar Guðmundur J. Hallvarðsson tónlistarmaður upp. Hann segir gönguferðir reyndar hafa átt vaxandi fylgi að fagna í dálítinn tíma og margt blandist inn í það, til dæmis heilsuefling og annað slíkt. Uppselt er í margar gönguferðir sumarsins og um hundrað manns ætla að ganga á Hvannadalshnjúk nú um hvítasunnuna. "Það er einhver rómantík í því að komast á hæsta tind landsins. Þar vilja allir standa," segir Guðmundur þegar hann er spurður álits á þessum mikla áhuga. Hann dregur reyndar í efa að allir séu nógu vel undirbúnir undir jökulgönguna enda sé hún frekar erfið. En telur hann að fólk upplifi gönguferðir um landið á annan hátt en áður og þar sé einhver rómantík í spilinu? "Ég held það sé dálítið misjafnt. Sumir fara í göngur til að kynnast landinu, virða fyrir sér útsýnið og spá kannski í jarðfræðina og söguna. Nokkurskonar landkönnuðarferðir. Svo fer fólk á fjöll sem leggur allt kapp á að komast nógu hratt. Þannig að segja má að sportið sé komið inn í þetta. Vegalengd sem venjulega er farin á þremur til fjórum dögum er þá farin kannski á fimm tímum. Umhverfis- og náttúruvernd spilar líka inn í þennan aukna áhuga. Þannig að það er engin ein lína í þessu." Guðmundur hefur verið fararstjóri hópa á vegum Ferðafélags Íslands um Hornstrandarsvæðið frá 1990. Hann segir allar Hornstrandaferðir hjá Ferðafélaginu í sumar hafa selst upp og tvær aukaferðir verið settar á dagskrá.
Ferðalög Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira