Ólöf María á tveimur yfir pari

Ólöf María Jónsdóttir Íslandsmeistari í golfi lék á fjórum höggum yfir pari á fyrsta keppnisdegi á spænska meistaramótinu sem hófst í gær, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Ólöf María lék fyrstu 12 holurnar í morgun á tveimur höggum undir pari og er á tveimur yfir samtals í 78.-88. sæti.