Eurovision 2005 - Dagur 3 - Rólegur dagur Pjetur Sigurðsson skrifar 13. október 2005 19:12 Nú er sólin farin að skína í Kænugarði. Það var ekki stór dagskráin hjá íslensku keppendunum í dag, en í gærkvöldi kíkti hópurinn í opinberan Euroklúbb og skemmti sér konunglega. Það var engin dagskrá í dag, en ég veit þó til þess að Selma vann hörðum höndum við að lagfæra ákveðna hluti sem ekki þóttu nógu vel fara í gær. Eitthvað var hljóðið að stríða henni, en hún var með hljóðnema sem var hengdur á höfuð henni þannig að hendur voru frjálsar, en hljóðið í honum var ekki nægilega gott. Það stendur því til að reyna að breyta því á þann hátt að hún haldi á hefðbundnum hljóðnema sem setur talsvert strik í reikninginn, enda dansatriðið tápmikið þar sem hendur eru mikið notaðar. Gaman að sjá á æfingu á morgun hvernig þetta tekst. Ég eyddi mestum hluta dagsins í að skoða mig um í miðbænum, sem er afar skemmtilegur og fallegur. Það var ýmislegt í borgarlífinu sem vakti athygli mina. Í fyrsta lagi voru það menn með hin ýmsu lifandi dýr föst við sig og buðu fólki að láta taka myndir af sér með þeim. Í annan stað rakst ég á þó nokkra lifandi símaklefa. Það eru menn með farsíma fasta við sig með bandi og bjóða vegfarendum að hringja gegn vægu gjaldi og voru allmargir sem nýttu sér þessa þjónustu. Vegna tungumálaörðugleika komst ég ekki að því hvað herlegheitin kostuðu. Í þriðja lagi eru það neðanjarðarverslunarkjarnar, sem tengjast neðanjarðarlestarkerfinu og eru nokkurra kílómetra langir og nokkuð mjóir og minna helst á katakombur eða eitthvað slíkt. Þarna er að finna allt milli himsins og jarðar, allt frá bílum, niður í snyrtivörur. Ekki veit ég af hverju þetta er neðanjarðar, en það gæti verið vegna plássleysis í miðborginni, eða hreinlega vegna þess að á veturna eru hér miklir kuldar. Hvað um það en þarna fékk orðið neðanjarðarhagkerfi, sem stundum er nefnt við austantjaldslöndin gömlu, glænýja merkingu í mínum huga. Það fjórða þori ég vart að nefna, en það eru drykkjuvenjur hér í borg. Þegar ég kem út úr íbúðinni minni á milli 8-9 á morgnana (5-6 að íslenskum tíma), er mjög algengt að mæta fólki með bjórflöskur í hendi, á virkum dögum og það snemma á morgnana. Svona gengur þetta allan daginn, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Mér þykir bjór góður og er ekki tepra í þessum málum, en þetta er í harðari kantinum. Dagur þrjú að kveldi kominn og rétt að fara að finna sér einhvern stað að borða á. Það getur þó stundum verið svolítið erfitt því það er enga ensku að sjá á skiltum eða matseðlum og þá meina ég hvergi. Svo ekki sé talað um enska tungu, hún er ekki hér. En hvað um þetta er gott í dag frá Kiev Kveð með virktum Pjetur Sigurðsson Eurovision Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Nú er sólin farin að skína í Kænugarði. Það var ekki stór dagskráin hjá íslensku keppendunum í dag, en í gærkvöldi kíkti hópurinn í opinberan Euroklúbb og skemmti sér konunglega. Það var engin dagskrá í dag, en ég veit þó til þess að Selma vann hörðum höndum við að lagfæra ákveðna hluti sem ekki þóttu nógu vel fara í gær. Eitthvað var hljóðið að stríða henni, en hún var með hljóðnema sem var hengdur á höfuð henni þannig að hendur voru frjálsar, en hljóðið í honum var ekki nægilega gott. Það stendur því til að reyna að breyta því á þann hátt að hún haldi á hefðbundnum hljóðnema sem setur talsvert strik í reikninginn, enda dansatriðið tápmikið þar sem hendur eru mikið notaðar. Gaman að sjá á æfingu á morgun hvernig þetta tekst. Ég eyddi mestum hluta dagsins í að skoða mig um í miðbænum, sem er afar skemmtilegur og fallegur. Það var ýmislegt í borgarlífinu sem vakti athygli mina. Í fyrsta lagi voru það menn með hin ýmsu lifandi dýr föst við sig og buðu fólki að láta taka myndir af sér með þeim. Í annan stað rakst ég á þó nokkra lifandi símaklefa. Það eru menn með farsíma fasta við sig með bandi og bjóða vegfarendum að hringja gegn vægu gjaldi og voru allmargir sem nýttu sér þessa þjónustu. Vegna tungumálaörðugleika komst ég ekki að því hvað herlegheitin kostuðu. Í þriðja lagi eru það neðanjarðarverslunarkjarnar, sem tengjast neðanjarðarlestarkerfinu og eru nokkurra kílómetra langir og nokkuð mjóir og minna helst á katakombur eða eitthvað slíkt. Þarna er að finna allt milli himsins og jarðar, allt frá bílum, niður í snyrtivörur. Ekki veit ég af hverju þetta er neðanjarðar, en það gæti verið vegna plássleysis í miðborginni, eða hreinlega vegna þess að á veturna eru hér miklir kuldar. Hvað um það en þarna fékk orðið neðanjarðarhagkerfi, sem stundum er nefnt við austantjaldslöndin gömlu, glænýja merkingu í mínum huga. Það fjórða þori ég vart að nefna, en það eru drykkjuvenjur hér í borg. Þegar ég kem út úr íbúðinni minni á milli 8-9 á morgnana (5-6 að íslenskum tíma), er mjög algengt að mæta fólki með bjórflöskur í hendi, á virkum dögum og það snemma á morgnana. Svona gengur þetta allan daginn, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Mér þykir bjór góður og er ekki tepra í þessum málum, en þetta er í harðari kantinum. Dagur þrjú að kveldi kominn og rétt að fara að finna sér einhvern stað að borða á. Það getur þó stundum verið svolítið erfitt því það er enga ensku að sjá á skiltum eða matseðlum og þá meina ég hvergi. Svo ekki sé talað um enska tungu, hún er ekki hér. En hvað um þetta er gott í dag frá Kiev Kveð með virktum Pjetur Sigurðsson
Eurovision Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira