Eurovision 2005 - Dagur 8 - Stóra stundin nálgast Pjetur Sigurðsson skrifar 18. maí 2005 00:01 Það styttist í ósköpin en forkeppnin er á morgun og það er ekki laust við að ég beri ákveðinn kvíða í brjósti fyrir hönd Selmu. Það var rennsli á prógraminu í dag og var talsverð eftirvænting í hópnum að virða fyrir sér búning Selmu á sviðinu. Það er ekki laust við að hann hafi komið á óvart og mér persónulega fannst hann ekki í anda Selmu, en það skal þó tekið fram að ég er langt frá því að vera einhver tískulögga og þaðan af síður talin hafa vit á þeim. Það er mikið af spekingum hér á svæðinu og þeir fullyrða að þessi búningur, ef hann er notaður muni gera útslagið og Selma komist ekki áfram, en mér finnst það þó full dramatískt. Söngurinn og atriðið hlýtur að skipta þar mestu máli. Þetta er þó allt í skoðun og ég veit að hún er með fleiri búninga og tekur þetta allt til skoðunar. Það er ég viss um og við verðum að treysta Selmu til að taka rétta ákvörðun. Þá hef ég fregnir af því að Selma hafi verið ánægð með sönginn og dansatriðið, en það er þó örlítið áhyggjuefni að ljósin eru ekki enn farin að virka sem skyldi í atriði hennar. Ég frá því ég kom til þessa ágæta lands haft allan vara á mér gagnvart innfæddum og ávalt passað upp á myndavélar, tölvuna og annað dót sem ég er með. Grunur minn um maðk í mysunni hefur verið staðfestur eins og ég hef áður sagt frá hafa ýmsir hlutir frá íslenska hópnum og í gær var fartölvu eins úr íslensku sendinefndinni stolið af borði í blaðamannamiðstöðinni þar sem enn var fullt af fólki og öryggisgæsla á að vera til fyrirmyndar. Þetta er náttúrulega algerlega óþolandi og það er vont að geta ekki treyst nokkrum kjafti fyrir einu eða neinu. Það er ekki gott að vantreysta fólki endalaust. Svona einfaldir hlutir geta kallað fram heimþrá þó svo sé ekki í mínu tilfelli, en ég væri þó alveg til í að vera heima þar sem hún Guðrún, sambýliskona á afmæli á morgun fimmtudaginn 19. júní. Það þýðir ekkert að vera að vola þetta, bara bíta á jaxlinn og halda áfram að treysta engum. Áfram Ísland Eurovision Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Það styttist í ósköpin en forkeppnin er á morgun og það er ekki laust við að ég beri ákveðinn kvíða í brjósti fyrir hönd Selmu. Það var rennsli á prógraminu í dag og var talsverð eftirvænting í hópnum að virða fyrir sér búning Selmu á sviðinu. Það er ekki laust við að hann hafi komið á óvart og mér persónulega fannst hann ekki í anda Selmu, en það skal þó tekið fram að ég er langt frá því að vera einhver tískulögga og þaðan af síður talin hafa vit á þeim. Það er mikið af spekingum hér á svæðinu og þeir fullyrða að þessi búningur, ef hann er notaður muni gera útslagið og Selma komist ekki áfram, en mér finnst það þó full dramatískt. Söngurinn og atriðið hlýtur að skipta þar mestu máli. Þetta er þó allt í skoðun og ég veit að hún er með fleiri búninga og tekur þetta allt til skoðunar. Það er ég viss um og við verðum að treysta Selmu til að taka rétta ákvörðun. Þá hef ég fregnir af því að Selma hafi verið ánægð með sönginn og dansatriðið, en það er þó örlítið áhyggjuefni að ljósin eru ekki enn farin að virka sem skyldi í atriði hennar. Ég frá því ég kom til þessa ágæta lands haft allan vara á mér gagnvart innfæddum og ávalt passað upp á myndavélar, tölvuna og annað dót sem ég er með. Grunur minn um maðk í mysunni hefur verið staðfestur eins og ég hef áður sagt frá hafa ýmsir hlutir frá íslenska hópnum og í gær var fartölvu eins úr íslensku sendinefndinni stolið af borði í blaðamannamiðstöðinni þar sem enn var fullt af fólki og öryggisgæsla á að vera til fyrirmyndar. Þetta er náttúrulega algerlega óþolandi og það er vont að geta ekki treyst nokkrum kjafti fyrir einu eða neinu. Það er ekki gott að vantreysta fólki endalaust. Svona einfaldir hlutir geta kallað fram heimþrá þó svo sé ekki í mínu tilfelli, en ég væri þó alveg til í að vera heima þar sem hún Guðrún, sambýliskona á afmæli á morgun fimmtudaginn 19. júní. Það þýðir ekkert að vera að vola þetta, bara bíta á jaxlinn og halda áfram að treysta engum. Áfram Ísland
Eurovision Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira