Eurovision 2005 - Dagur 8 - Stóra stundin nálgast Pjetur Sigurðsson skrifar 18. maí 2005 00:01 Það styttist í ósköpin en forkeppnin er á morgun og það er ekki laust við að ég beri ákveðinn kvíða í brjósti fyrir hönd Selmu. Það var rennsli á prógraminu í dag og var talsverð eftirvænting í hópnum að virða fyrir sér búning Selmu á sviðinu. Það er ekki laust við að hann hafi komið á óvart og mér persónulega fannst hann ekki í anda Selmu, en það skal þó tekið fram að ég er langt frá því að vera einhver tískulögga og þaðan af síður talin hafa vit á þeim. Það er mikið af spekingum hér á svæðinu og þeir fullyrða að þessi búningur, ef hann er notaður muni gera útslagið og Selma komist ekki áfram, en mér finnst það þó full dramatískt. Söngurinn og atriðið hlýtur að skipta þar mestu máli. Þetta er þó allt í skoðun og ég veit að hún er með fleiri búninga og tekur þetta allt til skoðunar. Það er ég viss um og við verðum að treysta Selmu til að taka rétta ákvörðun. Þá hef ég fregnir af því að Selma hafi verið ánægð með sönginn og dansatriðið, en það er þó örlítið áhyggjuefni að ljósin eru ekki enn farin að virka sem skyldi í atriði hennar. Ég frá því ég kom til þessa ágæta lands haft allan vara á mér gagnvart innfæddum og ávalt passað upp á myndavélar, tölvuna og annað dót sem ég er með. Grunur minn um maðk í mysunni hefur verið staðfestur eins og ég hef áður sagt frá hafa ýmsir hlutir frá íslenska hópnum og í gær var fartölvu eins úr íslensku sendinefndinni stolið af borði í blaðamannamiðstöðinni þar sem enn var fullt af fólki og öryggisgæsla á að vera til fyrirmyndar. Þetta er náttúrulega algerlega óþolandi og það er vont að geta ekki treyst nokkrum kjafti fyrir einu eða neinu. Það er ekki gott að vantreysta fólki endalaust. Svona einfaldir hlutir geta kallað fram heimþrá þó svo sé ekki í mínu tilfelli, en ég væri þó alveg til í að vera heima þar sem hún Guðrún, sambýliskona á afmæli á morgun fimmtudaginn 19. júní. Það þýðir ekkert að vera að vola þetta, bara bíta á jaxlinn og halda áfram að treysta engum. Áfram Ísland Eurovision Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Það styttist í ósköpin en forkeppnin er á morgun og það er ekki laust við að ég beri ákveðinn kvíða í brjósti fyrir hönd Selmu. Það var rennsli á prógraminu í dag og var talsverð eftirvænting í hópnum að virða fyrir sér búning Selmu á sviðinu. Það er ekki laust við að hann hafi komið á óvart og mér persónulega fannst hann ekki í anda Selmu, en það skal þó tekið fram að ég er langt frá því að vera einhver tískulögga og þaðan af síður talin hafa vit á þeim. Það er mikið af spekingum hér á svæðinu og þeir fullyrða að þessi búningur, ef hann er notaður muni gera útslagið og Selma komist ekki áfram, en mér finnst það þó full dramatískt. Söngurinn og atriðið hlýtur að skipta þar mestu máli. Þetta er þó allt í skoðun og ég veit að hún er með fleiri búninga og tekur þetta allt til skoðunar. Það er ég viss um og við verðum að treysta Selmu til að taka rétta ákvörðun. Þá hef ég fregnir af því að Selma hafi verið ánægð með sönginn og dansatriðið, en það er þó örlítið áhyggjuefni að ljósin eru ekki enn farin að virka sem skyldi í atriði hennar. Ég frá því ég kom til þessa ágæta lands haft allan vara á mér gagnvart innfæddum og ávalt passað upp á myndavélar, tölvuna og annað dót sem ég er með. Grunur minn um maðk í mysunni hefur verið staðfestur eins og ég hef áður sagt frá hafa ýmsir hlutir frá íslenska hópnum og í gær var fartölvu eins úr íslensku sendinefndinni stolið af borði í blaðamannamiðstöðinni þar sem enn var fullt af fólki og öryggisgæsla á að vera til fyrirmyndar. Þetta er náttúrulega algerlega óþolandi og það er vont að geta ekki treyst nokkrum kjafti fyrir einu eða neinu. Það er ekki gott að vantreysta fólki endalaust. Svona einfaldir hlutir geta kallað fram heimþrá þó svo sé ekki í mínu tilfelli, en ég væri þó alveg til í að vera heima þar sem hún Guðrún, sambýliskona á afmæli á morgun fimmtudaginn 19. júní. Það þýðir ekkert að vera að vola þetta, bara bíta á jaxlinn og halda áfram að treysta engum. Áfram Ísland
Eurovision Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira