Ræddi bara við suma umsækjenda 24. maí 2005 00:01 Dómsmálaráðuneytið sendir mál til umsagnar ættleiðingarnefndar í undanþágutilvikum og þegar vafi leikur á að skilyrði til að veiting leyfis til ættleiðingar sé fyrir hendi. Ættleiðingarnefnd fer ekki með mál í samstarfi við viðkomandi barnaverndarnefnd hverju sinni, þar sem verkefni hinnar síðarnefndu er lokið, lögum samkvæmt, þegar þar er komið sögu. Þetta sagði Margrét Hauksdóttir formaður ættleiðinganefndar, spurt um starf nefndarinnar. Hún kvaðst ekki vilja tjá sig um það einstaka mál sem nú væri fyrir dómstólum. Það snýst um að Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti með því að Lilja Sæmundsdóttir mætti ættleiða barn frá Kína. Ættleiðingarnefnd mælti ekki með leyfi til ættleiðingar. Dómsmálaráðuneytið synjaði umsókn Lilju sem fór með málið fyrir Héraðsdóm. "Þegar dómsmálaráðuneytið vísar máli til ættleiðinganefndar nefnir það þau atriði sem það vill láta athuga, " sagði Margrét. Spurð hvort nefndin kallaði þá viðkomandi umsækjanda og sérfræðinga til viðtals kvað Margrét það fara eftir því hvað um væri að ræða hverju sinni. "Við höfum aflað frekari upplýsinga og rætt við sérfræðinga, svo og umsækjendur í málum. Það fer eftir því um hvað er verið að fjalla hverju sinni. Ég hef ekki athugað það nákvæmlega en get trúað að það gerist í um það bil helmingi mála. Það er engin skylda hjá okkur að kalla umsækjendur fyrir. Við eigum einungis að gæta þeirra sjónarmiða að hvert mál sé rannsakað með næganlegum hætti og tryggja að fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir, sem byggja megi umsögn nefndarinnar á." Spurð hvort það gæti ekki reynst erfitt að ljúka því sem ráðuneytið teldi ábótavant í rannsókn máls, án þess að kalla fyrir viðkomandi sérfræðinga og/eða umsækjendur, sagði Margrét það fara eftir því hvað verið væri að athuga. Líta yrði á hvert mál með heildrænum hætti. Spurð hvort í umræddum tíu málum hefði verið stuðst við fyrirliggjandi umsagnir barnaverndarnefna vísaði Margrét á ráðuneytið. Það tæki ákvörðun um að senda mál til ættleiðingarnefndarinnar og hefði þá sínar forsendur fyrir því. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kvaðst ekki vilja tjá sig varðandi mál sem væri fyrir dómstólum. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið sendir mál til umsagnar ættleiðingarnefndar í undanþágutilvikum og þegar vafi leikur á að skilyrði til að veiting leyfis til ættleiðingar sé fyrir hendi. Ættleiðingarnefnd fer ekki með mál í samstarfi við viðkomandi barnaverndarnefnd hverju sinni, þar sem verkefni hinnar síðarnefndu er lokið, lögum samkvæmt, þegar þar er komið sögu. Þetta sagði Margrét Hauksdóttir formaður ættleiðinganefndar, spurt um starf nefndarinnar. Hún kvaðst ekki vilja tjá sig um það einstaka mál sem nú væri fyrir dómstólum. Það snýst um að Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti með því að Lilja Sæmundsdóttir mætti ættleiða barn frá Kína. Ættleiðingarnefnd mælti ekki með leyfi til ættleiðingar. Dómsmálaráðuneytið synjaði umsókn Lilju sem fór með málið fyrir Héraðsdóm. "Þegar dómsmálaráðuneytið vísar máli til ættleiðinganefndar nefnir það þau atriði sem það vill láta athuga, " sagði Margrét. Spurð hvort nefndin kallaði þá viðkomandi umsækjanda og sérfræðinga til viðtals kvað Margrét það fara eftir því hvað um væri að ræða hverju sinni. "Við höfum aflað frekari upplýsinga og rætt við sérfræðinga, svo og umsækjendur í málum. Það fer eftir því um hvað er verið að fjalla hverju sinni. Ég hef ekki athugað það nákvæmlega en get trúað að það gerist í um það bil helmingi mála. Það er engin skylda hjá okkur að kalla umsækjendur fyrir. Við eigum einungis að gæta þeirra sjónarmiða að hvert mál sé rannsakað með næganlegum hætti og tryggja að fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir, sem byggja megi umsögn nefndarinnar á." Spurð hvort það gæti ekki reynst erfitt að ljúka því sem ráðuneytið teldi ábótavant í rannsókn máls, án þess að kalla fyrir viðkomandi sérfræðinga og/eða umsækjendur, sagði Margrét það fara eftir því hvað verið væri að athuga. Líta yrði á hvert mál með heildrænum hætti. Spurð hvort í umræddum tíu málum hefði verið stuðst við fyrirliggjandi umsagnir barnaverndarnefna vísaði Margrét á ráðuneytið. Það tæki ákvörðun um að senda mál til ættleiðingarnefndarinnar og hefði þá sínar forsendur fyrir því. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kvaðst ekki vilja tjá sig varðandi mál sem væri fyrir dómstólum.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira