Viðskipti innlent

Yfirdráttarlán aftur í sama horf

Frá lokum febrúar hafa heimilin aukið yfirdráttarlán sín um rúma tvo milljarða króna. Aukningin kom að mestu leyti fram í mars enda jukust yfirdráttarlán heimilanna aðeins lítillega í apríl eða um rúmar 350 milljónir króna. Í lok apríl skulduðu heimilin 60,5 milljarða króna í yfirdráttarlán og eru yfirdráttarlánin því orðin jafn há og þau voru fyrir skipulagsbreytinguna á íbúðalánamarkaði. Í Vegvísi Landsbankans segir að sú hagræðing sem heimilin náðu fram með uppgreiðslu yfirdráttarlána í tengslum við endurfjármögnun fasteignalána virðist því að engu orðin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×