Sagði eiginkonu hafa viljað deyja 27. maí 2005 00:01 Magnús Einarsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Kópavogi í nóvember í fyrra, sagði fyrir dómi í morgun að hún hefði beðið sig að hjálpa sér að deyja. Hann sagði hana ítrekað hafa sagst vilja deyja eftir að hafa verið honum ótrú. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan níu í morgun. Magnús Einarsson játaði við yfirheyrslur að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en hann er ákærður fyrir að hafa brugðið þvottasnúru um háls hennar og þrengt að með þeim afleiðingum að hún lést af völdum kyrkingar. Magnús lýsti m.a. fyrir dómi síðustu helgi þeirra hjóna saman ásamt tveimur ungum börnum þeirra en fram kom að þau hefðu staðið í skilnaði og höfðu reynt að leita sátta með aðstoð prests. Magnús sagði frá því að eiginkona sín hefði viðurkennt fyrir sér að hafa verið honum ótrú í töluverðan tíma og að sér hefði liðið mjög illa. Hann sagðist hafa brugðist við þeim tíðindum með hræðslu og mikilli vanlíðan en hann hefði þó ekki verið reiður. Síðustu helgi þeirra saman hefði hann talið samband þeirra frekar gott en að hann hefði síðan skynjað að hún væri að segja ósatt þegar hún hefði tjáð honum að hún hitti ekki lengur aðra menn. Magnús sagði að síðasta kvöld þeirra saman, eða aðfaranótt 1. nóvember síðastliðinn, þegar þau hefðu ákveðið að vera saman á heimili þeirra í Hamraborg í Kópavogi, hefði hún komið með þvottasnúru um hálsinn í rúmið til hans þar sem hann hefði verið hálfsofandi og beðið hann um að hjálpa sér að deyja þar sem sér liði svo illa, en hann sagði að hún hefði viðurkennt fyrir sér að hafa verið með öðrum manni fyrr um kvöldið. Þá sagðist Magnús fyrir dómnum hafa brugðist við með svo mikilli hræðslu að hann hefði gripið í þvottasnúruna og hert að hálsi hennar en ekki gert sér grein fyrir því hvað hefði gerst fyrr en töluverðu síðar. Fram kom í máli saksóknara að samkvæmt áverkavottorði hefðu verið áverkar á líkinu af eiginkonunni eftir hendur en ekki eingöngu þvottasnúru. Magnús sagðist ekki hafa hugsað rökrétt eftir hinn voveiflega atburð, hann hefði fyrst hringt í prest en ekki dottið strax í hug að hringja í lögregluna. Brotið sem hann er ákærður fyrir varðar allt að ævilöngu fangelsi. Af hálfu barna hjónanna er krafist 14 milljóna króna í skaðabætur en auk þess krefjast foreldrar hinnar látnu þriggja milljóna króna í skaðabætur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Magnús Einarsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Kópavogi í nóvember í fyrra, sagði fyrir dómi í morgun að hún hefði beðið sig að hjálpa sér að deyja. Hann sagði hana ítrekað hafa sagst vilja deyja eftir að hafa verið honum ótrú. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan níu í morgun. Magnús Einarsson játaði við yfirheyrslur að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en hann er ákærður fyrir að hafa brugðið þvottasnúru um háls hennar og þrengt að með þeim afleiðingum að hún lést af völdum kyrkingar. Magnús lýsti m.a. fyrir dómi síðustu helgi þeirra hjóna saman ásamt tveimur ungum börnum þeirra en fram kom að þau hefðu staðið í skilnaði og höfðu reynt að leita sátta með aðstoð prests. Magnús sagði frá því að eiginkona sín hefði viðurkennt fyrir sér að hafa verið honum ótrú í töluverðan tíma og að sér hefði liðið mjög illa. Hann sagðist hafa brugðist við þeim tíðindum með hræðslu og mikilli vanlíðan en hann hefði þó ekki verið reiður. Síðustu helgi þeirra saman hefði hann talið samband þeirra frekar gott en að hann hefði síðan skynjað að hún væri að segja ósatt þegar hún hefði tjáð honum að hún hitti ekki lengur aðra menn. Magnús sagði að síðasta kvöld þeirra saman, eða aðfaranótt 1. nóvember síðastliðinn, þegar þau hefðu ákveðið að vera saman á heimili þeirra í Hamraborg í Kópavogi, hefði hún komið með þvottasnúru um hálsinn í rúmið til hans þar sem hann hefði verið hálfsofandi og beðið hann um að hjálpa sér að deyja þar sem sér liði svo illa, en hann sagði að hún hefði viðurkennt fyrir sér að hafa verið með öðrum manni fyrr um kvöldið. Þá sagðist Magnús fyrir dómnum hafa brugðist við með svo mikilli hræðslu að hann hefði gripið í þvottasnúruna og hert að hálsi hennar en ekki gert sér grein fyrir því hvað hefði gerst fyrr en töluverðu síðar. Fram kom í máli saksóknara að samkvæmt áverkavottorði hefðu verið áverkar á líkinu af eiginkonunni eftir hendur en ekki eingöngu þvottasnúru. Magnús sagðist ekki hafa hugsað rökrétt eftir hinn voveiflega atburð, hann hefði fyrst hringt í prest en ekki dottið strax í hug að hringja í lögregluna. Brotið sem hann er ákærður fyrir varðar allt að ævilöngu fangelsi. Af hálfu barna hjónanna er krafist 14 milljóna króna í skaðabætur en auk þess krefjast foreldrar hinnar látnu þriggja milljóna króna í skaðabætur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira