Eitt skipanna reyndist draugaskip 28. maí 2005 00:01 Eitt af sjóræningjaskipunum sjö á karfaslóð við lögsögumörkin á Reykjaneshrygg er draugaskip; það er ekki að finna í viðurkenndum skipaskrám. Öll sigla þau hins vegar undir fána Dominíku í Karíbahafinu. Kristján Þ. Jónsson, yfirmaður gæsluframkvæmda, segir verið að kortleggja sjóræningjaveiðarnar og verslun með afla. Hann segir að Landhelgisgæslan geti ekki haft afskipti af skipunum þar sem þau séu á alþjóðlegu hafsvæði en þau séu samt að brjóta reglur Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar með því að vera þarna að veiðum, þau hafi hvorki kvóta né leyfi á svæðinu. Landhelgisgæslan staðfesti að skipin séu á veiðum og staðsetji þau og þá reyni hún að hafa samband við skipin en þau hafi hingað til ekki viljað svara kalli Gæslunnar. Í kjölfarið séu atvikin tilkynnt til Norðaustur-Atlantsfiskveiðihafsnefndarinnar í London. Hún eigi að gera skipunum erfitt fyrir að losa sig við aflann. Í eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar í gær sáust sextíu erlend skip að veiðum á alþjóðlegu hafssvæði rétt utan við 200 mílna mörkin. Öll eiga þau aðild að samstarfi sem heyrir undir Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndina, NEAFC, nema sjóræningjaskipin sjö. Á ljósmyndum, sem áhöfn gæsluflugvélarinnar tók í gær og Landhelgisgæslan birtir á heimasíðu sinni, má til dæmis sjá flutningaskipið Sunny Jane frá Belís taka við fiski frá einu af þessum sjóræningjatogaranum Okhotino. Í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er þessa stundina verið að vinna nauðsynlega pappírsvinnu og rannsókn því samfara að tilkynna um brotin réttmætum aðilum í því augnamiði að koma í veg fyrir veiðarnar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Eitt af sjóræningjaskipunum sjö á karfaslóð við lögsögumörkin á Reykjaneshrygg er draugaskip; það er ekki að finna í viðurkenndum skipaskrám. Öll sigla þau hins vegar undir fána Dominíku í Karíbahafinu. Kristján Þ. Jónsson, yfirmaður gæsluframkvæmda, segir verið að kortleggja sjóræningjaveiðarnar og verslun með afla. Hann segir að Landhelgisgæslan geti ekki haft afskipti af skipunum þar sem þau séu á alþjóðlegu hafsvæði en þau séu samt að brjóta reglur Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar með því að vera þarna að veiðum, þau hafi hvorki kvóta né leyfi á svæðinu. Landhelgisgæslan staðfesti að skipin séu á veiðum og staðsetji þau og þá reyni hún að hafa samband við skipin en þau hafi hingað til ekki viljað svara kalli Gæslunnar. Í kjölfarið séu atvikin tilkynnt til Norðaustur-Atlantsfiskveiðihafsnefndarinnar í London. Hún eigi að gera skipunum erfitt fyrir að losa sig við aflann. Í eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar í gær sáust sextíu erlend skip að veiðum á alþjóðlegu hafssvæði rétt utan við 200 mílna mörkin. Öll eiga þau aðild að samstarfi sem heyrir undir Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndina, NEAFC, nema sjóræningjaskipin sjö. Á ljósmyndum, sem áhöfn gæsluflugvélarinnar tók í gær og Landhelgisgæslan birtir á heimasíðu sinni, má til dæmis sjá flutningaskipið Sunny Jane frá Belís taka við fiski frá einu af þessum sjóræningjatogaranum Okhotino. Í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er þessa stundina verið að vinna nauðsynlega pappírsvinnu og rannsókn því samfara að tilkynna um brotin réttmætum aðilum í því augnamiði að koma í veg fyrir veiðarnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira