Heiðar Davíð í toppbaráttunni
Heiðar Davíð Bragason úr golfklúbbunum Kili lék á 69 höggum á fyrsta degi á Opna breska áhugamannamótinu í gær. Aðeins tvær kylfingar léku betur, eða á 67 höggum. 64 kylfingar komast áfram á mótinu eftir annan keppnisdag í dag og verður þá leikin holukeppni. Sigmundur Einar Másson úr GKG lék á 79 höggum á sama móti og þarf að gera miklu betur til að komast áfram. Leikið er á tveimur völlum, Royal Birkdale og Southport og Ainsdale-velli.