Bankamenn óttast um störf sín 13. október 2005 19:18 Bankamenn hafa áhyggjur af starfsöryggi sínu ef Straumur nær yfirráðum í Íslandsbanka og ítök Landsbankans aukast. Viðskiptafræðingur við Háskóla Íslands segir Landsbankann reyna að ná yfirráðum í bankanum í gegnum Straum. Þar á bæ segja menn hins vegar ítök Landsbankans einungis grýlu sem núverandi meirihluti Íslandsbanka noti til að tryggja eigin hagsmuni. Eigendur Landsbankans eru áhrifamiklir i í Straumi og þótt ekki yrði að eiginlegri sameiningu bankanna tveggja telja margir að áhrifa Landsbanka komi til með að gæta mikið við stjórn Íslandsbanka, nái Straumur undirtökunum, og það dregið úr samkeppni. Bent er á að KB banki hafi orðið sterka stöðu í Spron og eigi auk þess óbeint stóran hlut í Sparisjóði Keflavíkur gegnum Keflavíkurverktaka. Minni samkeppni þýði hærri gjöld fyrir almenning, meðan stærri fyrirtæki geti leitað annað. Vilhjálmur Bjarnason, viðkiptafræðingur við Háskóla Íslands, segir Landsbanakann fyrst og fremst heilann á bak við þessi kaup og að með þeim verði samþjöppun á bankamarkaði. Straumur sé nefnilega framhandleggurinn á Landsbankanum og hann muni því stækka. Heimildarmaður innan Straums sem ekki vildi láta nafn síns getið sagði að Landsbankinn hefði aldrei skipt sér af Straumi og það stæði ekki til. Áhrif Landsbankans í Straumi væru eingöngu notuð sem grýla af núverandi meirihluta bankans til að verja hendur sínar og eigin hagsmuni. Helga Jónsdóttir, varaformaður Sambands íslenskra bankamanna, segist hafa miklar áhyggjur af því að störfum úti á landi fækki mikið og sumstaðar í Reykjavík, ef samþjöppun verður meiri. Útibúastarfsemi hafi dregist saman á undanförnum árum og Landsbankinn hafi lokað mörgum af afgreiðslustöðvum sínum. Á móti komi ný störf vegna nýrra verkefna og útrásar en bankamönnum hafi fjölgað aftur frá því sem var þegar hagræðingin stóð sem hæst. Forstjóri og stjórnarformaður Íslandsbanka og fimm aðrir stjórnendur gerðu í vikunni framvirkan samning við Jón Helga Guðmundsson um ríflega þriggja milljarða hlut í Íslandsbanka til að styrkja stöðu núverandi meirihluta. Heimildarmenn fréttastofu fullyrða að það hafi átt að fjármagna með láni frá bankanum, hver sem endanleg niðurstaða verði. Lánið hefur ekki verið borið undir bankaráð en það kemur saman 4. júlí, sama dag og greiðslan fyrir bréfin verður innt að hendi. Fyrirhuguð sala Steinunnar Jónsdóttur á rúmlega fjögurra prósenta hlut í bankanum gæti styrkt stöðu Straums, og fjárfesta sem eru hliðhollir þeim, verulega og breytt valdahlutföllum í bankanum. Innlent Viðskipti Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Bankamenn hafa áhyggjur af starfsöryggi sínu ef Straumur nær yfirráðum í Íslandsbanka og ítök Landsbankans aukast. Viðskiptafræðingur við Háskóla Íslands segir Landsbankann reyna að ná yfirráðum í bankanum í gegnum Straum. Þar á bæ segja menn hins vegar ítök Landsbankans einungis grýlu sem núverandi meirihluti Íslandsbanka noti til að tryggja eigin hagsmuni. Eigendur Landsbankans eru áhrifamiklir i í Straumi og þótt ekki yrði að eiginlegri sameiningu bankanna tveggja telja margir að áhrifa Landsbanka komi til með að gæta mikið við stjórn Íslandsbanka, nái Straumur undirtökunum, og það dregið úr samkeppni. Bent er á að KB banki hafi orðið sterka stöðu í Spron og eigi auk þess óbeint stóran hlut í Sparisjóði Keflavíkur gegnum Keflavíkurverktaka. Minni samkeppni þýði hærri gjöld fyrir almenning, meðan stærri fyrirtæki geti leitað annað. Vilhjálmur Bjarnason, viðkiptafræðingur við Háskóla Íslands, segir Landsbanakann fyrst og fremst heilann á bak við þessi kaup og að með þeim verði samþjöppun á bankamarkaði. Straumur sé nefnilega framhandleggurinn á Landsbankanum og hann muni því stækka. Heimildarmaður innan Straums sem ekki vildi láta nafn síns getið sagði að Landsbankinn hefði aldrei skipt sér af Straumi og það stæði ekki til. Áhrif Landsbankans í Straumi væru eingöngu notuð sem grýla af núverandi meirihluta bankans til að verja hendur sínar og eigin hagsmuni. Helga Jónsdóttir, varaformaður Sambands íslenskra bankamanna, segist hafa miklar áhyggjur af því að störfum úti á landi fækki mikið og sumstaðar í Reykjavík, ef samþjöppun verður meiri. Útibúastarfsemi hafi dregist saman á undanförnum árum og Landsbankinn hafi lokað mörgum af afgreiðslustöðvum sínum. Á móti komi ný störf vegna nýrra verkefna og útrásar en bankamönnum hafi fjölgað aftur frá því sem var þegar hagræðingin stóð sem hæst. Forstjóri og stjórnarformaður Íslandsbanka og fimm aðrir stjórnendur gerðu í vikunni framvirkan samning við Jón Helga Guðmundsson um ríflega þriggja milljarða hlut í Íslandsbanka til að styrkja stöðu núverandi meirihluta. Heimildarmenn fréttastofu fullyrða að það hafi átt að fjármagna með láni frá bankanum, hver sem endanleg niðurstaða verði. Lánið hefur ekki verið borið undir bankaráð en það kemur saman 4. júlí, sama dag og greiðslan fyrir bréfin verður innt að hendi. Fyrirhuguð sala Steinunnar Jónsdóttur á rúmlega fjögurra prósenta hlut í bankanum gæti styrkt stöðu Straums, og fjárfesta sem eru hliðhollir þeim, verulega og breytt valdahlutföllum í bankanum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun