Bankamenn óttast um störf sín 13. október 2005 19:18 Bankamenn hafa áhyggjur af starfsöryggi sínu ef Straumur nær yfirráðum í Íslandsbanka og ítök Landsbankans aukast. Viðskiptafræðingur við Háskóla Íslands segir Landsbankann reyna að ná yfirráðum í bankanum í gegnum Straum. Þar á bæ segja menn hins vegar ítök Landsbankans einungis grýlu sem núverandi meirihluti Íslandsbanka noti til að tryggja eigin hagsmuni. Eigendur Landsbankans eru áhrifamiklir i í Straumi og þótt ekki yrði að eiginlegri sameiningu bankanna tveggja telja margir að áhrifa Landsbanka komi til með að gæta mikið við stjórn Íslandsbanka, nái Straumur undirtökunum, og það dregið úr samkeppni. Bent er á að KB banki hafi orðið sterka stöðu í Spron og eigi auk þess óbeint stóran hlut í Sparisjóði Keflavíkur gegnum Keflavíkurverktaka. Minni samkeppni þýði hærri gjöld fyrir almenning, meðan stærri fyrirtæki geti leitað annað. Vilhjálmur Bjarnason, viðkiptafræðingur við Háskóla Íslands, segir Landsbanakann fyrst og fremst heilann á bak við þessi kaup og að með þeim verði samþjöppun á bankamarkaði. Straumur sé nefnilega framhandleggurinn á Landsbankanum og hann muni því stækka. Heimildarmaður innan Straums sem ekki vildi láta nafn síns getið sagði að Landsbankinn hefði aldrei skipt sér af Straumi og það stæði ekki til. Áhrif Landsbankans í Straumi væru eingöngu notuð sem grýla af núverandi meirihluta bankans til að verja hendur sínar og eigin hagsmuni. Helga Jónsdóttir, varaformaður Sambands íslenskra bankamanna, segist hafa miklar áhyggjur af því að störfum úti á landi fækki mikið og sumstaðar í Reykjavík, ef samþjöppun verður meiri. Útibúastarfsemi hafi dregist saman á undanförnum árum og Landsbankinn hafi lokað mörgum af afgreiðslustöðvum sínum. Á móti komi ný störf vegna nýrra verkefna og útrásar en bankamönnum hafi fjölgað aftur frá því sem var þegar hagræðingin stóð sem hæst. Forstjóri og stjórnarformaður Íslandsbanka og fimm aðrir stjórnendur gerðu í vikunni framvirkan samning við Jón Helga Guðmundsson um ríflega þriggja milljarða hlut í Íslandsbanka til að styrkja stöðu núverandi meirihluta. Heimildarmenn fréttastofu fullyrða að það hafi átt að fjármagna með láni frá bankanum, hver sem endanleg niðurstaða verði. Lánið hefur ekki verið borið undir bankaráð en það kemur saman 4. júlí, sama dag og greiðslan fyrir bréfin verður innt að hendi. Fyrirhuguð sala Steinunnar Jónsdóttur á rúmlega fjögurra prósenta hlut í bankanum gæti styrkt stöðu Straums, og fjárfesta sem eru hliðhollir þeim, verulega og breytt valdahlutföllum í bankanum. Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Bankamenn hafa áhyggjur af starfsöryggi sínu ef Straumur nær yfirráðum í Íslandsbanka og ítök Landsbankans aukast. Viðskiptafræðingur við Háskóla Íslands segir Landsbankann reyna að ná yfirráðum í bankanum í gegnum Straum. Þar á bæ segja menn hins vegar ítök Landsbankans einungis grýlu sem núverandi meirihluti Íslandsbanka noti til að tryggja eigin hagsmuni. Eigendur Landsbankans eru áhrifamiklir i í Straumi og þótt ekki yrði að eiginlegri sameiningu bankanna tveggja telja margir að áhrifa Landsbanka komi til með að gæta mikið við stjórn Íslandsbanka, nái Straumur undirtökunum, og það dregið úr samkeppni. Bent er á að KB banki hafi orðið sterka stöðu í Spron og eigi auk þess óbeint stóran hlut í Sparisjóði Keflavíkur gegnum Keflavíkurverktaka. Minni samkeppni þýði hærri gjöld fyrir almenning, meðan stærri fyrirtæki geti leitað annað. Vilhjálmur Bjarnason, viðkiptafræðingur við Háskóla Íslands, segir Landsbanakann fyrst og fremst heilann á bak við þessi kaup og að með þeim verði samþjöppun á bankamarkaði. Straumur sé nefnilega framhandleggurinn á Landsbankanum og hann muni því stækka. Heimildarmaður innan Straums sem ekki vildi láta nafn síns getið sagði að Landsbankinn hefði aldrei skipt sér af Straumi og það stæði ekki til. Áhrif Landsbankans í Straumi væru eingöngu notuð sem grýla af núverandi meirihluta bankans til að verja hendur sínar og eigin hagsmuni. Helga Jónsdóttir, varaformaður Sambands íslenskra bankamanna, segist hafa miklar áhyggjur af því að störfum úti á landi fækki mikið og sumstaðar í Reykjavík, ef samþjöppun verður meiri. Útibúastarfsemi hafi dregist saman á undanförnum árum og Landsbankinn hafi lokað mörgum af afgreiðslustöðvum sínum. Á móti komi ný störf vegna nýrra verkefna og útrásar en bankamönnum hafi fjölgað aftur frá því sem var þegar hagræðingin stóð sem hæst. Forstjóri og stjórnarformaður Íslandsbanka og fimm aðrir stjórnendur gerðu í vikunni framvirkan samning við Jón Helga Guðmundsson um ríflega þriggja milljarða hlut í Íslandsbanka til að styrkja stöðu núverandi meirihluta. Heimildarmenn fréttastofu fullyrða að það hafi átt að fjármagna með láni frá bankanum, hver sem endanleg niðurstaða verði. Lánið hefur ekki verið borið undir bankaráð en það kemur saman 4. júlí, sama dag og greiðslan fyrir bréfin verður innt að hendi. Fyrirhuguð sala Steinunnar Jónsdóttur á rúmlega fjögurra prósenta hlut í bankanum gæti styrkt stöðu Straums, og fjárfesta sem eru hliðhollir þeim, verulega og breytt valdahlutföllum í bankanum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira