Fimm ákærðir vegna banaslyss 7. júní 2005 00:01 Ríkissaksóknari hefur ákært fimm menn fyrir vanrækslu þegar banaslys varð við Kárahnjúka í mars á síðasta ári. Málið var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í morgun. Þeir sem eru ákærðir eru framkvæmdastjóri Arnarfells, yfirmaður öryggismála hjá Impregilo, tveir fulltrúar eftirlitsfyrirtækis á vegum Landsvirkjunar. Ekki hefur tekist að birta fimmta manninum ákæruna þar sem hann er erlendis. Framkvæmdastjóri Arnarfells mætti ekki við þingfestinguna en þeir þrír sem mættu neituðu allir sök. Framkvæmdastjóra Arnarfells er gefið að sök að hafa vanrækt skyldu til að bregðast við bráðri hættu á heilsutjóni eða vinnuslysi aðfararnótt 15. mars á síðasta ári með því að senda tvo starfsmenn sína til vinnu við borun i Hafrahvammsgljúfri á stíflusvæði Kárahnjúkavirkjunar, þótt honum væri kunnugt um að bráð hætta hefði skapast á grjóthruni vegna hækkandi hita dagana á undan og að viðeigandi öryggisráðstafanir hafi ekki verið gerðar. Starfsmennirnir tveir voru að merkja fyrir borun þegar tæplega 40 kílóa hnullungur losnaði og lenti á öðrum þeirra þannig að hann lést. Hinum fjórum er gefið að sök að hafa vanrækt að vinna áætlun um öryggi eða sérstakt áhættumat vegna vinnu við virkjunarsvæðið þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli Vinnueftirlits ríksins. Þá eru þeir sakaðir um að hafa vanrækt að bregðast við bráðri hættu á vinnuslysum með því að gera ekki viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsmanna vegna hættu á grjóthruni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært fimm menn fyrir vanrækslu þegar banaslys varð við Kárahnjúka í mars á síðasta ári. Málið var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í morgun. Þeir sem eru ákærðir eru framkvæmdastjóri Arnarfells, yfirmaður öryggismála hjá Impregilo, tveir fulltrúar eftirlitsfyrirtækis á vegum Landsvirkjunar. Ekki hefur tekist að birta fimmta manninum ákæruna þar sem hann er erlendis. Framkvæmdastjóri Arnarfells mætti ekki við þingfestinguna en þeir þrír sem mættu neituðu allir sök. Framkvæmdastjóra Arnarfells er gefið að sök að hafa vanrækt skyldu til að bregðast við bráðri hættu á heilsutjóni eða vinnuslysi aðfararnótt 15. mars á síðasta ári með því að senda tvo starfsmenn sína til vinnu við borun i Hafrahvammsgljúfri á stíflusvæði Kárahnjúkavirkjunar, þótt honum væri kunnugt um að bráð hætta hefði skapast á grjóthruni vegna hækkandi hita dagana á undan og að viðeigandi öryggisráðstafanir hafi ekki verið gerðar. Starfsmennirnir tveir voru að merkja fyrir borun þegar tæplega 40 kílóa hnullungur losnaði og lenti á öðrum þeirra þannig að hann lést. Hinum fjórum er gefið að sök að hafa vanrækt að vinna áætlun um öryggi eða sérstakt áhættumat vegna vinnu við virkjunarsvæðið þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli Vinnueftirlits ríksins. Þá eru þeir sakaðir um að hafa vanrækt að bregðast við bráðri hættu á vinnuslysum með því að gera ekki viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsmanna vegna hættu á grjóthruni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira