Málinu vísað frá 9. júní 2005 00:01 Máli sem Auður Sveinsdóttir Laxness höfðaði gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessor, var í gær vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Auði var að auki gert að greiða Hannesi fimmhundruð þúsund krónur í málskostnað. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekki hafi verið nægjanlega gert grein fyrir brotum Hannesar í málshöfðuninni og sé hún því ófullnægjandi. Þar er Hannes sakaður um að hafa ekki notað tilvísanir með réttum hætti í bókum sínum um Halldór Kiljan Laxness og að auki nota verk Halldórs sjálfs of frjálslega. Hannes sagði þessa niðurstöðu ekki koma sér á óvart. "Það var aldrei sýnt fram á neina sök í þessu máli. Málið snýst nefnilega um það að aldrei var gerð tilraun til þess í stefnunni að sýna fram á lögbrotið, sem að sjálfsögðu var grundvallaratriði". Hannes hefur nú boðist til þess að gefa bókina út aftur með lagfæringum, og segir það vera sáttatillögu sína í þessu máli. Aðspurður að því hvort hann sé ekki að viðurkenna sekt sína með því, segir Hannes svo ekki vera. "Aðallega snérust athugasemdir fjölskyldu Laxness um það að tilvísarnir í Halldór Laxness hefðu átt að vera fleiri og endursagnir verka hans styttri. Ég er alveg tilbúinn til þess að taka tillit til þess og hef nú þegar unnið bókina með það að leiðarljósi, að mestu leyti. Það verða fleiri að fá að skrifa um Halldór Laxness en vinstri sinnaðir bókmenntafræðingar". Halldór Backman, lögmaður Auðar, undrast þessa niðurstöðu. "Það eru mikil vonbrigði að þetta hafi verið niðurstaðan. Undarlegast af öllu er þó sú krafa að stefnan þurfi að vera öll skrifuð upp, sem er á skjön við það sem hefur tíðkast hérlendis. Við munum að öllum líkindum kæra þetta til hæstaréttar og ef þessi niðurstaða er staðfest þar, þá verður málið sett á stað aftur. Það gefur auga leið." Halldóri finnst sáttatillaga Hannesar vera viðurkenning á sekt hans í málinu. "Í þessu hlýtur að felast ákveðin viðurkenning á sekt því af hverju ætti maðurinn að gera þetta, ef hann væri ekki tilbúinn til þess að fallast á að hann hafi gert eitthvað rangt?." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Máli sem Auður Sveinsdóttir Laxness höfðaði gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessor, var í gær vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Auði var að auki gert að greiða Hannesi fimmhundruð þúsund krónur í málskostnað. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekki hafi verið nægjanlega gert grein fyrir brotum Hannesar í málshöfðuninni og sé hún því ófullnægjandi. Þar er Hannes sakaður um að hafa ekki notað tilvísanir með réttum hætti í bókum sínum um Halldór Kiljan Laxness og að auki nota verk Halldórs sjálfs of frjálslega. Hannes sagði þessa niðurstöðu ekki koma sér á óvart. "Það var aldrei sýnt fram á neina sök í þessu máli. Málið snýst nefnilega um það að aldrei var gerð tilraun til þess í stefnunni að sýna fram á lögbrotið, sem að sjálfsögðu var grundvallaratriði". Hannes hefur nú boðist til þess að gefa bókina út aftur með lagfæringum, og segir það vera sáttatillögu sína í þessu máli. Aðspurður að því hvort hann sé ekki að viðurkenna sekt sína með því, segir Hannes svo ekki vera. "Aðallega snérust athugasemdir fjölskyldu Laxness um það að tilvísarnir í Halldór Laxness hefðu átt að vera fleiri og endursagnir verka hans styttri. Ég er alveg tilbúinn til þess að taka tillit til þess og hef nú þegar unnið bókina með það að leiðarljósi, að mestu leyti. Það verða fleiri að fá að skrifa um Halldór Laxness en vinstri sinnaðir bókmenntafræðingar". Halldór Backman, lögmaður Auðar, undrast þessa niðurstöðu. "Það eru mikil vonbrigði að þetta hafi verið niðurstaðan. Undarlegast af öllu er þó sú krafa að stefnan þurfi að vera öll skrifuð upp, sem er á skjön við það sem hefur tíðkast hérlendis. Við munum að öllum líkindum kæra þetta til hæstaréttar og ef þessi niðurstaða er staðfest þar, þá verður málið sett á stað aftur. Það gefur auga leið." Halldóri finnst sáttatillaga Hannesar vera viðurkenning á sekt hans í málinu. "Í þessu hlýtur að felast ákveðin viðurkenning á sekt því af hverju ætti maðurinn að gera þetta, ef hann væri ekki tilbúinn til þess að fallast á að hann hafi gert eitthvað rangt?."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira