Fellur á formsatriðum 9. júní 2005 00:01 Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingsmaður og ráðherra, vann í gær mál sem íslenska ríkið, Alcoa á Íslandi og Fjarðarál höfðu áfrýjað, eftir að Héraðsdómur dæmdi Hjörleifi í vil fyrr á árinu. Í þessu máli var deilt um lögmæti umhverfismats og veitingar starfsleyfis álvers í Reyðarfirði. Þegar ákveðið var að reisa álver með 322 þúsund tonna framleiðslugetu á ári, komst skipulagsstofnun að því að ekki þyrfti að fara fram umhverfismat fyrir þá framkvæmd, þar sem mat fyrir fyrirhugað álver með 420 þúsund tonna framleiðslugetu hafði þegar farið fram. Hjörleifur kærði þá ákvörðun til umhverfisráðherra, sem staðfesti hins vegar niðurstöðu skipulagsstofnunar. Í kjölfarið veitti Umhverfisstofnun starfsleyfi vegna framkvæmdarinnar, og kærði Hjörleifur þá ákvörðun einnig. Þeirri kæru var vísað frá. Bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur hafa nú úrskurðað Hjörleifi í vil, og því verður að fara fram nýtt umhverfismat vegna álversframkvæmdanna í Reyðarfiði. Hjörleifur var ánægður með dóminn. "Ég og Atli Gíslason, lögmaður minn, fögnum þessu og mér finnst gott að vita til þess að hægt sé að treysta dómstólum til þess að takast á við svona stór mál með þessum hætti". Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, segir dóminn hafa komið á óvart. "Það eru vonbrigði að þetta hafi fallið svona, en það er ljóst að málið fellur á formsatriðum sem ekki var rétt að staðið á sínum tíma, að mati Hæstaréttar". Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, segir fyrirtækið taka þessu. "Við erum þegar byrjuð undirbúningsvinnu vegna umhverfismatsins. Þessi dómur mun ekki hafa nein áhrif á framkvæmdirnar svona við fyrstu sýn, þótt þetta hafi verið vonbrigði og komið á óvart". Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingsmaður og ráðherra, vann í gær mál sem íslenska ríkið, Alcoa á Íslandi og Fjarðarál höfðu áfrýjað, eftir að Héraðsdómur dæmdi Hjörleifi í vil fyrr á árinu. Í þessu máli var deilt um lögmæti umhverfismats og veitingar starfsleyfis álvers í Reyðarfirði. Þegar ákveðið var að reisa álver með 322 þúsund tonna framleiðslugetu á ári, komst skipulagsstofnun að því að ekki þyrfti að fara fram umhverfismat fyrir þá framkvæmd, þar sem mat fyrir fyrirhugað álver með 420 þúsund tonna framleiðslugetu hafði þegar farið fram. Hjörleifur kærði þá ákvörðun til umhverfisráðherra, sem staðfesti hins vegar niðurstöðu skipulagsstofnunar. Í kjölfarið veitti Umhverfisstofnun starfsleyfi vegna framkvæmdarinnar, og kærði Hjörleifur þá ákvörðun einnig. Þeirri kæru var vísað frá. Bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur hafa nú úrskurðað Hjörleifi í vil, og því verður að fara fram nýtt umhverfismat vegna álversframkvæmdanna í Reyðarfiði. Hjörleifur var ánægður með dóminn. "Ég og Atli Gíslason, lögmaður minn, fögnum þessu og mér finnst gott að vita til þess að hægt sé að treysta dómstólum til þess að takast á við svona stór mál með þessum hætti". Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, segir dóminn hafa komið á óvart. "Það eru vonbrigði að þetta hafi fallið svona, en það er ljóst að málið fellur á formsatriðum sem ekki var rétt að staðið á sínum tíma, að mati Hæstaréttar". Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, segir fyrirtækið taka þessu. "Við erum þegar byrjuð undirbúningsvinnu vegna umhverfismatsins. Þessi dómur mun ekki hafa nein áhrif á framkvæmdirnar svona við fyrstu sýn, þótt þetta hafi verið vonbrigði og komið á óvart".
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira