Segir forsendur leyfis brostnar 10. júní 2005 00:01 Forsendur fyrir starfsleyfi Alcoa eru brostnar segir Hjörleifur Guttormsson um þann dóm Hæstaréttar að ógilda umhverfismat vegna álvers í Reyðarfirði. Hjörleifur, sem höfðaði málið, segir umhverfisvernd vera sigurvegarann í málinu. Samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar verður Alcoa að kosta nýtt umhverfismat fyrir álverið í Reyðarfirði. Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og fyrrverandi iðnaðarráðherra, höfðaði mál þar sem deilt var um lögmæti umhverfismats og veitingu starfsleyfis til álversins, en Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að ekki þyrfti nýtt umhverfismat eftir að Norsk Hydro hætti við framkvæmdirnar og Alcoa tók við verkefninu. Umhverfisráðherra staðfesti síðan niðurstöðuna sem Hæstiréttur hefur nú ógilt. Hjörleifur segir dóm Hæstaréttar þýða að draga verði til baka allar leyfisveitingar sem byggi á hinu ólögmæta umhverfismati. Starfsleyfin byggist á því að gilt mat á umhverfisáhrifum sé til staðar en ekkert slíkt sé nú fyrir hendi. Engin réttarstaða sé fyrir því að halda framkvæmdunum áfram fyrr en búið sé að skera úr um réttaróvissuna. Að hans mati sé verið að vinna í lagalegu tómarúmi ef framkvæmdum verði haldið áfram í Reyðarfirði og hann trúi ekki að Alcoa hyggist haga sér þannig. Hjörleifur bendir á að samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar sé Alcoa nú í sömu sporum og það var haustið 2002 þegar fyrirtækið óskaði fyrst eftir mati á umhverfisáhrifum vegna álversins. Hann segir enn fremur dóm Hæstaréttar stórfelldan ávinning fyrir umhverfisvernd í landinu. Menn geti mikið af honum lært og sóknarfæri sé fyrir þá sem horfi til eðlilegra vinnubragða varðandi umhverfið og hagsmuni framtíðarinnar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira
Forsendur fyrir starfsleyfi Alcoa eru brostnar segir Hjörleifur Guttormsson um þann dóm Hæstaréttar að ógilda umhverfismat vegna álvers í Reyðarfirði. Hjörleifur, sem höfðaði málið, segir umhverfisvernd vera sigurvegarann í málinu. Samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar verður Alcoa að kosta nýtt umhverfismat fyrir álverið í Reyðarfirði. Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og fyrrverandi iðnaðarráðherra, höfðaði mál þar sem deilt var um lögmæti umhverfismats og veitingu starfsleyfis til álversins, en Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að ekki þyrfti nýtt umhverfismat eftir að Norsk Hydro hætti við framkvæmdirnar og Alcoa tók við verkefninu. Umhverfisráðherra staðfesti síðan niðurstöðuna sem Hæstiréttur hefur nú ógilt. Hjörleifur segir dóm Hæstaréttar þýða að draga verði til baka allar leyfisveitingar sem byggi á hinu ólögmæta umhverfismati. Starfsleyfin byggist á því að gilt mat á umhverfisáhrifum sé til staðar en ekkert slíkt sé nú fyrir hendi. Engin réttarstaða sé fyrir því að halda framkvæmdunum áfram fyrr en búið sé að skera úr um réttaróvissuna. Að hans mati sé verið að vinna í lagalegu tómarúmi ef framkvæmdum verði haldið áfram í Reyðarfirði og hann trúi ekki að Alcoa hyggist haga sér þannig. Hjörleifur bendir á að samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar sé Alcoa nú í sömu sporum og það var haustið 2002 þegar fyrirtækið óskaði fyrst eftir mati á umhverfisáhrifum vegna álversins. Hann segir enn fremur dóm Hæstaréttar stórfelldan ávinning fyrir umhverfisvernd í landinu. Menn geti mikið af honum lært og sóknarfæri sé fyrir þá sem horfi til eðlilegra vinnubragða varðandi umhverfið og hagsmuni framtíðarinnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira