Þungir dómar í fíkniefnamáli 13. júní 2005 00:01 Sex hlutu fangelsisdóma vegna fíkniefnasmygls frá Rotterdam í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Dómarnir voru frá hálfu og upp í tvö ár hver. Ung kona var hins vegar sýknuð af ákæru um að hafa móttekið ágóða af fíkniefnabroti. Dómana hlaut fólkið vegna aðildar sinnar að innflutningi á 130 grömmum af kókaíni og um þúsund stykkjum af e-töflum en viðkomandi fá öll nokkuð þunga dóma miðað við það sem gengur og gerist í málum sem þessum. Söluandvirði fíkniefnanna hér á landi hefði numið vel yfir þremur milljónum króna. Karl Filip Geirsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson fengu þyngstu dómana, alls tvö ár hvor. Karl Filip var fundinn sekur um að hafa við annan mann staðið fyrir kaupum á efnunum og lagt á ráðin um innflutninginn en hann hefur margoft komist í kast við lögin áður vegna margvíslegra brota. Sama gildir um Vilhjálm en hans þáttur var að mestu bundinn við að fjármagna fíkniefnakaupin og hugðist hann hagnast á sölu efnanna hér á landi. Aðrir sem að málinu komu fengu aðeins vægari dóma. Pétur Steinþór Gunnarsson var dæmdur til tæplega tveggja ára fangelsis en hann lagði að hluta á ráðin um innflutninginn ásamt Karli ásamt því að hafa milligöngu um að útvega efnin gegnum erlendan félaga sinn frá Marokkó, L´Houcine Bouhlali, sem einnig hlaut 12 mánaða dóm fyrir sinn þátt. Fékk hann umrædd efni gegnum sambönd sín í Rotterdam þar sem kaupin voru upphaflega gerð. Friðrik Þór Bjarnason hlaut átján mánaða dóm fyrir sína aðild sem fyrst og fremst fólst í að fjármagna kaupin í samvinnu við Vilhjálm og Rebekka Jóhannsdóttir var dæmd til sex mánaða fangelsis, skilorðsbundið, fyrir að hafa haft milligöngu um að sækja efnin á pósthúsið og koma þeim til skila. Petra Ingvadóttir var sýknuð af að hafa þegið fé frá Bouhlali sem hún hafði vitneskju um að væri ágóði af fíkniefnasölu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Sex hlutu fangelsisdóma vegna fíkniefnasmygls frá Rotterdam í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Dómarnir voru frá hálfu og upp í tvö ár hver. Ung kona var hins vegar sýknuð af ákæru um að hafa móttekið ágóða af fíkniefnabroti. Dómana hlaut fólkið vegna aðildar sinnar að innflutningi á 130 grömmum af kókaíni og um þúsund stykkjum af e-töflum en viðkomandi fá öll nokkuð þunga dóma miðað við það sem gengur og gerist í málum sem þessum. Söluandvirði fíkniefnanna hér á landi hefði numið vel yfir þremur milljónum króna. Karl Filip Geirsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson fengu þyngstu dómana, alls tvö ár hvor. Karl Filip var fundinn sekur um að hafa við annan mann staðið fyrir kaupum á efnunum og lagt á ráðin um innflutninginn en hann hefur margoft komist í kast við lögin áður vegna margvíslegra brota. Sama gildir um Vilhjálm en hans þáttur var að mestu bundinn við að fjármagna fíkniefnakaupin og hugðist hann hagnast á sölu efnanna hér á landi. Aðrir sem að málinu komu fengu aðeins vægari dóma. Pétur Steinþór Gunnarsson var dæmdur til tæplega tveggja ára fangelsis en hann lagði að hluta á ráðin um innflutninginn ásamt Karli ásamt því að hafa milligöngu um að útvega efnin gegnum erlendan félaga sinn frá Marokkó, L´Houcine Bouhlali, sem einnig hlaut 12 mánaða dóm fyrir sinn þátt. Fékk hann umrædd efni gegnum sambönd sín í Rotterdam þar sem kaupin voru upphaflega gerð. Friðrik Þór Bjarnason hlaut átján mánaða dóm fyrir sína aðild sem fyrst og fremst fólst í að fjármagna kaupin í samvinnu við Vilhjálm og Rebekka Jóhannsdóttir var dæmd til sex mánaða fangelsis, skilorðsbundið, fyrir að hafa haft milligöngu um að sækja efnin á pósthúsið og koma þeim til skila. Petra Ingvadóttir var sýknuð af að hafa þegið fé frá Bouhlali sem hún hafði vitneskju um að væri ágóði af fíkniefnasölu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira