Hætt við spillingu í lóðaúthlutun? 19. júní 2005 00:01 Síðustu lóðum Kópavogsbæjar við Elliðavatn verður úthlutað í sumar. Í Kópavogi er hvorki lóðaútboð né lotterí, heldur úthlutar bæjarráð lóðunum. Formaður skipulagsnefndar segir þetta fyrirkomulag ekki þurfa að bjóða upp á spillingu - flestir sem vilji byggja í Kópavogi fái á endanum lóð. Undanfarið ár hefur næstum verið slegist um hverja einustu lóð á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis bárust tæplega 5700 umsóknir um þrjátíu einbýlishúsalóðir við Lambasel í Reykjavík í vor. Nú geta þeir sem áhuga hafa sótt um lóðir í svokölluðum Þingum við Elliðavatn en það eru síðustu lóðirnar á svæðinu. 250 lóðir eru í boði, flestar undir sérbýli, og kosta þær fimm til níu milljónir króna eftir stærð. Aðspurður á hvaða forsendum bæjarráð úthluti lóðunum segir Gunnsteinn Sigurðsson, formaður skipulagsnefndar, að farið sé eftir reglum sem samþykktar hafi verið í ráðinu árið 2002. Hann kveðst ekki kunna þær nákvæmlega en minnir að þær séu í tíu liðum. Fyrsta atriðið fjallar um að fólk hafi fjármagnslegt bolmagn til kaupanna að sögn Gunnsteins. Hann segir íbúaskilyrði hins vegar ekki felast í reglunum eins og sums staðar annars staðar því ráðið telji að það standist ekki. Ráðið reynir líka að úthluta lóðunum til þeirra sem ætli að búa á staðnum. Gamlir Kópavogsbúar ganga sem sagt ekki fyrir og það má ekki framselja lóðirnar. En ef þúsundir umsókna berast, býður þetta kerfi ekki upp á vangaveltur um spillingu, að það skipti máli að maður þekki mann sem situr í bæjarráði? Gunnsteinn svarar því til að yfirleitt hafi verið nokkuð góð samstaða um þessi mál í ráðinu. „Embættismennirnir okkar vinna þetta í hendurnar á þeim sem eru í bæjarráði og þeir eru náttúrlega gríðarlega þjálfaðir í þessu vegna þess að hér hefur verið mjög mikil uppbygging á undanförnum árum,“ segir Gunnsteinn. Gunnsteinn segir ekki hafa verið kvartað yfir þessu fyrirkomulagi - þeir sem vilji byggja í Kópavogi fái yfirleitt lóð, kannski ekki í fyrstu úthlutun en þá í þeirri næstu. Það gæti þó reynst erfiðara nú, enda lóðaframboð á höfuðborgarsvæðinu afar takmarkað. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Síðustu lóðum Kópavogsbæjar við Elliðavatn verður úthlutað í sumar. Í Kópavogi er hvorki lóðaútboð né lotterí, heldur úthlutar bæjarráð lóðunum. Formaður skipulagsnefndar segir þetta fyrirkomulag ekki þurfa að bjóða upp á spillingu - flestir sem vilji byggja í Kópavogi fái á endanum lóð. Undanfarið ár hefur næstum verið slegist um hverja einustu lóð á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis bárust tæplega 5700 umsóknir um þrjátíu einbýlishúsalóðir við Lambasel í Reykjavík í vor. Nú geta þeir sem áhuga hafa sótt um lóðir í svokölluðum Þingum við Elliðavatn en það eru síðustu lóðirnar á svæðinu. 250 lóðir eru í boði, flestar undir sérbýli, og kosta þær fimm til níu milljónir króna eftir stærð. Aðspurður á hvaða forsendum bæjarráð úthluti lóðunum segir Gunnsteinn Sigurðsson, formaður skipulagsnefndar, að farið sé eftir reglum sem samþykktar hafi verið í ráðinu árið 2002. Hann kveðst ekki kunna þær nákvæmlega en minnir að þær séu í tíu liðum. Fyrsta atriðið fjallar um að fólk hafi fjármagnslegt bolmagn til kaupanna að sögn Gunnsteins. Hann segir íbúaskilyrði hins vegar ekki felast í reglunum eins og sums staðar annars staðar því ráðið telji að það standist ekki. Ráðið reynir líka að úthluta lóðunum til þeirra sem ætli að búa á staðnum. Gamlir Kópavogsbúar ganga sem sagt ekki fyrir og það má ekki framselja lóðirnar. En ef þúsundir umsókna berast, býður þetta kerfi ekki upp á vangaveltur um spillingu, að það skipti máli að maður þekki mann sem situr í bæjarráði? Gunnsteinn svarar því til að yfirleitt hafi verið nokkuð góð samstaða um þessi mál í ráðinu. „Embættismennirnir okkar vinna þetta í hendurnar á þeim sem eru í bæjarráði og þeir eru náttúrlega gríðarlega þjálfaðir í þessu vegna þess að hér hefur verið mjög mikil uppbygging á undanförnum árum,“ segir Gunnsteinn. Gunnsteinn segir ekki hafa verið kvartað yfir þessu fyrirkomulagi - þeir sem vilji byggja í Kópavogi fái yfirleitt lóð, kannski ekki í fyrstu úthlutun en þá í þeirri næstu. Það gæti þó reynst erfiðara nú, enda lóðaframboð á höfuðborgarsvæðinu afar takmarkað.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira