Viðskipti innlent

Ekki hætt við að reisa bensínstöð

MYND/Haraldur Jónasson
Atlantsolía ætlar ekki að hætta við bensínstöð við Dalveg í Kópavogi þrátt fyrir að Skeljungur hafi breytt stöð sinni á lóð við hliðina í Orkustöð. Skeljungur hótaði Kópavogsbæ að skaðabóta yrði krafist fengi Atlantsolía lóðina. Skeljungur hefur um árabil rekið bensínstöð á milli Dalvegar og Reykjanessbrautar í Kópavogi en rétt fyrir síðustu mánaðamót var þeirri stöð breytti í sjálfsafgreiðslustöð í nafni Orkunnar og versluninni í 10/11 verslun. Á næstu lóð við hliðina þar sem hópbílafyrirtækið Teitur Jónasson er staðsett hafði Atlantsolía sótt um leyfi til að setja upp sjálfsafgreiðslustöð. Hjá Orkunni fengust þær upplýsingar að ekki væri verið að breyta um rekstarform á stöðinni vegna hugsanlegs nábýlis við Atlantsolíu þótt það héngi að einhverju leyti saman. Minna má á bréf sem Skeljungur skrifaði bæjarskipulagi Kópavogs á sínum tíma þegar umsókn Atlantsolíu lá fyrir. Þar kom fram að ef Atlantsolía fengi að reisa bensínstöðina myndi eldsneytissala Skeljungs minnka og tjón félagsins yrði líka fólgið í minni framtíðartekjum og lækkuðu verði fasteignarinnar auk þess sem stöð Atlantsolíu bryti líklega í bága við brunavarnarreglur og slysahætta í umferðinni skapaðist. Skeljungur teldi því alveg ljóst að ef þetta gengi eftir ætti fyrirtækið skaðabótakröfu á hendur bænum. Hjá Atlantsolíu fengust þær upplýsingar að ákvörðunin um að breyta þjónustustöð Skeljungs í sjálfsafgreiðslustöð Orkunnar, breytti í engu áformum Atlantsolíu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×