Fylgst náið með barnaníðingum 21. júní 2005 00:01 Dómsmálaráðherrar iðnveldanna skera á alþjóðlegt tengslanet barnaníðinga með því að setja á laggirnar sameiginlegan gagnagrunn með upplýsingum um þá og framleiðendur barnakláms. Lögreglan á Íslandi fagnar þessu framtaki og telur að það muni auðvelda rannsókn slíkra mála hér á landi. Með gagnagrunninum verður hægt að ná í upplýsingar um þekkta barnaníðinga og fylgjast með ferðum þeirra. Einnig verða í grunninum upplýsingar um barnaklám og framleiðendur þess konar efnis. Með gagnagrunninum verður mun auðveldara að fylgjast með barnaklámi á Netinu og þeim sem setja þannig efni þar inn. Nú þegar eru komnar um 300 þúsund myndir af börnum sem hafa verið beitt kynferðisofbeldi við framleiðslu barnakláms í gagnagrunn sem er starfræktur á vegum alþjóðalögreglunnar Interpol, sem sameinast nýja grunninnum. Aðspurður hvaða þýðingu gagnagrunnurinn hafi fyrir íslensk lögregluyfirvöld segir Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að eriftt sé að segja til um það fyrir fram en öll viðleitni yfirvalda til þess að stöðva þessa brotastarfsemi skipti verulegu máli. Spurður hvort oft þurfi að leita upplýsinga um barnaníðinga erlendis játar Sigurbjörn því. Lögregla starfi með erlendum lögregluyfirvöldum í slíkum málum og eflaust muni gagnagrunnurinn auðvelda leiðina til þess að ná í upplýsingar, en þessi brot virðist ekki eiga sér nein landamæri. Lögregluyfirvöld vita ekki enn hve margir íslenskir barnaníðingar verði skráiðir í hinn alþjóðlega gagnagrunn en það fer meðal annars eftir því hve langt skráningin nær aftur í tímann. Meðal annars verða upplýsingar úr gagnagrunninum notaðar á flugvöllum víða um heim og þannig verður hægt að fylgjast með ferðum barnaníðinga. Spurður hvort gagnagrunnurinn muni koma að gagni við rannsókn á málum barnaníðinga telur Sigurbjörn það tvímælalaust. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Dómsmálaráðherrar iðnveldanna skera á alþjóðlegt tengslanet barnaníðinga með því að setja á laggirnar sameiginlegan gagnagrunn með upplýsingum um þá og framleiðendur barnakláms. Lögreglan á Íslandi fagnar þessu framtaki og telur að það muni auðvelda rannsókn slíkra mála hér á landi. Með gagnagrunninum verður hægt að ná í upplýsingar um þekkta barnaníðinga og fylgjast með ferðum þeirra. Einnig verða í grunninum upplýsingar um barnaklám og framleiðendur þess konar efnis. Með gagnagrunninum verður mun auðveldara að fylgjast með barnaklámi á Netinu og þeim sem setja þannig efni þar inn. Nú þegar eru komnar um 300 þúsund myndir af börnum sem hafa verið beitt kynferðisofbeldi við framleiðslu barnakláms í gagnagrunn sem er starfræktur á vegum alþjóðalögreglunnar Interpol, sem sameinast nýja grunninnum. Aðspurður hvaða þýðingu gagnagrunnurinn hafi fyrir íslensk lögregluyfirvöld segir Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að eriftt sé að segja til um það fyrir fram en öll viðleitni yfirvalda til þess að stöðva þessa brotastarfsemi skipti verulegu máli. Spurður hvort oft þurfi að leita upplýsinga um barnaníðinga erlendis játar Sigurbjörn því. Lögregla starfi með erlendum lögregluyfirvöldum í slíkum málum og eflaust muni gagnagrunnurinn auðvelda leiðina til þess að ná í upplýsingar, en þessi brot virðist ekki eiga sér nein landamæri. Lögregluyfirvöld vita ekki enn hve margir íslenskir barnaníðingar verði skráiðir í hinn alþjóðlega gagnagrunn en það fer meðal annars eftir því hve langt skráningin nær aftur í tímann. Meðal annars verða upplýsingar úr gagnagrunninum notaðar á flugvöllum víða um heim og þannig verður hægt að fylgjast með ferðum barnaníðinga. Spurður hvort gagnagrunnurinn muni koma að gagni við rannsókn á málum barnaníðinga telur Sigurbjörn það tvímælalaust.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira