Innlent

Eldur í ónýtri rútu

Slökkvilið Reykjanesbæjar var kallað að Helguvík rétt eftir klukkan fjögur á aðfararnótt miðvikudags en þar logaði eldur í ónýtri rútu á ruslahaug. Í greinargerð lögreglu um málið kemur fram að tjón hafi ekki hlotist af og slökkvilið slökkti í rútunni. Sömu nótt kærði lögreglan í Keflavík tvo ökumenn fyrir að aka of greitt á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund, einn var kærður fyrir að vera með útrunnin ökuréttindi og annar fyrir stöðvunarskyldubrot. Þá var í gærdag ökumaður kærður fyrir gáleysislegan akstur á Hafnargötu í Keflavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×