Viðskipti innlent

Skylt að gefa upplýsingar

Staðfest var með tilkynningu til Kauphallar Íslands í gær að Serafin Shipping eignaðist tæp sex prósent í Icelandic Group við sameiningu SH og Sjóvíkur. Eins og kom fram í Fréttablaðinu fékk Serafin hlutinn í skiptum fyrir hlut í Sjóvík. Strax eftir sameininguna skipti Serafin hlutnum niður á tvö félög; Fordace Limited og Deeks Associates. Virðist það hafa verið gert til að þurfa ekki að gefa Kauphöll Íslands ákveðnar upplýsingar samkvæmt lögum. Flöggunarskylda myndast þegar félag eignast meira en fimm prósent í öðru félagi. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu var forsvarsmönnum Serafin skylt að flagga í Kauphöllinni eftir sameininguna. Það var ekki gert.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×