Viðskipti innlent

Ekki nóg tengsl

Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, segir að niðurstaða Ríkisendurskoðunar um fjárlög 2004 veki upp spurningar um tengsl valds og ábyrgðar hjá forstöðumönnum ríkisstofnana. " Það er búið að færa valdið meira og meira til yfirmanna og forstöðumanna en ábyrgðin hefur ekki flust með," segir Þór. Hann segir að þótt ný lög um opinbera starfsmenn eigi að gefa svigrúm til aukins aðhalds virðist sem það hafi ekki verið nýtt og forstöðumenn geti óáreittir farið fram úr fjárheimildum ár eftir ár. Þetta hefur að mati Þórs mjög slævandi áhrif á aðra forstöðumenn sem vilja kappkosta að halda sig innan heimilda. "Það er efnahagsuppgangur hér heima en það getur ekki þýtt það að þjóðin hafi efni á því að þetta stærsta fyrirtæki landsins sé rekið þannig að það fari langt út fyrir áætlanir," segir Þór.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×