Þrír kylfingar efstir

Þrír kylfingar eru jafnir eftir fyrsta keppnisdag á Cialis-mótinu í golfi í Illinois í Bandaríkjunum. Bandaríkjamennirnir Ben Curtis, Jim Furyk og Todd Fischer léku allir á sjö höggum undir pari. Þremenningarnir hafa tveggja högga forystu á Ástralann Robert Allenby og Bandaríkjamennina Chad Campbell og Harrison Frazar. Stigahæstu kylfingar heims, Tiger Woods og Vijay Singh, náðu sér ekki á strik. Woods lék á tveimur höggum yfir pari og Singh á einu yfir pari. Sýnt verður beint frá síðasta keppnisdegi á Sýn á sunnudag.