Birgir Leifur í 28 - 41 sæti

Birgir Leifur Hafþórsson er í 28. til 41.sæti á opna Texbond mótinu við Garda vatn á Ítalíu í Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur var á þremur höggum yfir pari eftir níu holur í morgun en lék stórkostlega seinni níu á 31 höggi. Hann fékk sex fugla og lék á 70 höggum samtals, tvo undir pari og er samtals á þremur undir pari eftir 36 holur. Birgir Leifur er sjö höggum frá efsta manni mótsins.