Sport

Barton sektaður um 8 vikna laun

Joey Barton, leikmaður Manchester City, var síðdegis sektaður um samtals 8 vikna laun af félagi sínu vegna atviks sem átti sér stað í Tælandi í síðustu viku en þar var Manchester City í æfingaferð. Barton, sem er 22 ára gamall, lenti slagsmálum við 15 ára gamlan aðdáanda Everton og blandaði Richard Dunne sér í málið. Dunne og Barton rifust síðan heiftarlega og ákvað Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City, að senda Barton heim eftir að hafa rætt við báða leikmennina. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ólátabelgurinn Barton kemur sér í vandræði hjá City en hann var einnig kallaður inn á teppi og skammaður í desember sl. fyrir að stinga logandi vindli í auga unglingaliðsmanns félagsins, James Tandy. Barton var þá að bregðast við hrekk unglingsins sem var að reyna að kveikja í skyrtu Barton í jólaveislu hjá félaginu. Barton ítrekufær ítrekunarsekt vegna þess atviks upp á 2 vikna laun þrátt fyrir að hafa fengið 100 þúsund punda sekt fyrir það á sínum tíma. Aukalega fær hann svo 6 vikna launasekt vegna atviksins í síðustu viku. Þá hefur honum verið gert að sækja reiðistjórnunarnámskeið til að svona hlutir komi ekki aftur fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×