Sport

Start með fjögurra stiga forystu

Start hefur fjögurra stiga forystu í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir leiki gærkvöldsins en Start og Lyn skildu jöfn, 1-1. Jóhannes Harðarson var í liði Start en var tekinn af velli um miðjan síðari hálfleik vegna meiðsla. Stefán Gíslason lék allan leikinn með Lyn. Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson voru í liði Brann sem gerði jafntefli við Tromsö, 1-1, en Ólafur var rekinn af velli 14 mínútum fyrir leikslok. Hanns Þ. Sigurðsson var í liði Vikings sem beið lægri hlut fyrir Lilleström, 2-0, og Haraldur Guðmundsson var í liði Álasunds sem gerði jafntefli, 1-1, við Ham Kam. Norsku meistararnir í Rosenborg töpuðu illa fyrir Fredrikstad, 5-1, en reiknað er með að dagar þjálfarans, Pers Joars Hansens, séu taldir. Árni Gautur Arason og félagar í Vålerenga sigruðu Haka frá Finnlandi, 4-1, í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar í knattspyrnu og samanlagt 5-1. Vålerenga mætir Club Brugge í þriðju umferð forkeppninnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×