
Sport
Holukeppni frestað vegna roks
Vegna hvassviðris var undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni í golfi frestað í morgun. Ávörðun verður tekin í hádeginu um framhaldið. Pétur Óskar Sigurðsson og Stefán Már Stefánsson, báðir úr GR, og Magnús Lárusson, GKJ, og Ottó Sigurðsson, GKG, keppa í undanúrslitum í karlaflokki. Í kvennaflokki mætir Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, Nínu Björku Geirsdóttur, GKJ, og Þórdís Geirsdóttir, Keili, keppir við Önnu Lísu Jóhannsdóttur.