Sport

Við þurfum ekki Jenas

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, kveðst sannfærður um að Cesc Fabregas, hinn kornungi spænski miðjumaður liðsins, geti fyllt það skarð sem Patrick Vieira skildi eftir sig þegar hann gekk til liðs við Juventus. Wenger er sagður líta hýru auga til Jermaine Jenas hjá Newcastle en eftir leikinn gegn Chelsea í gær sagði Wenger að hann væri ekki að horfa til neins sérstaks leikmanns um þessar mundir. "Ég man eftir ummælum frá Graeme Souness, stjóra Newcastle, fyrir nokkrum dögum þar sem hann sagðist vilja fá 20 milljónir punda fyrir Jenas. Fyrst sú er raunin þá tel ég hann lifa í veruleikafirtum heimi. Þetta er allt of hátt verð og við höfum ekki áhuga," segir Wenger. "Við höfum marga unga og frambærilega miðjumenn sem verða stöðugt reyndari og gera liðið okkar betra. Við þurfum ekkert endilega á öðrum miðjumanni að halda."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×