Sport

Stórstjörnur boða komu í Egilshöll

Fjöldi stórstjarna úr ensku knattspyrnunni á árum áður staðfestu í dag komu sína til Íslands til að taka þátt alþjóðlegu knattspyrnumóti í Egilshöll í byrjun nóvember. Það er gamla markamaskínan úr Liverpool og Íslandsvinurinn, Ian Rush, sem stendur fyrir mótinu í samvinnu við Icelandair. Lið frá Arsenal, Liverpool og Man Utd munu keppa sín á milli og við íslensk lið. Mótið sem verður með firmafyrirkomulagi mun bera nafnið "Icelandair Ian Rush international football tournament" og verður aldurstakmark þátttakenda 35 ár. Íslensku liðin munu leika sína á milli í firmakeppni um að komast í riðil með ensku liðunum. Fleiri leikmenn eiga enn eftir að staðfesta komu sína  en þessar 15 stórstjörnur sem boðuðu sig í dag eru; Frá Liverpool; Ian Rush Jan Mölby John Barnes John Wark Nigel Spackman Michael Thomas Frá Arsenal; Kenny Samson Nigel Winterburn Paul Davis Matin Hayes Perry Groves Frá Manchester United; Frank Stapleton Arthur Albiston Dennis Irwin David May



Fleiri fréttir

Sjá meira


×