Sport

Sbrle og Dvorak í vondum málum

Finnska dagblaðið Helsingin Sanomat gerinir frá því í dag, að tékknesku tugþrautarmennirnir Roman Sebrle og Thomas Dvorak séu grunaðir um brot á lyfjalögum á heimsmeistaramótinu í Helsinki, þar sem þeir hafi verið sprautaðir með þrúgusykursupplausn fyrir l1.500 metra hlaupið lokagreinina í þrautinni. Málið er sagt í athugun hjá Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu. Roman Sebrle, sem er Ólympíumeistari og heimsmethafi í tugþraut, vann til silfurverðlauna á HM í Helsinki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×