Pólitískur undirtónn í Baugsmálinu 19. ágúst 2005 00:01 Pólitískar ástæður Megininntak fréttar breska viðskiptablaðsins Financial Times um þingfestingu Baugsmálsins eru fullyrðingar Jóns Ásgeirs Jóhannssonar um þátt Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra í málinu. "Hr. Johannesson hélt því fram að rannsóknin, sem tók þrjú ár, hafi verið gerð af pólitískum ástæðum og hafi upprunalega átt að leiða til uppstokkunar Baugs. Hann sagði að rannsóknin hafi verið gerð að tilstuðlan Davíðs Oddssonar, sem var forsætisráðherra á árunum 1991 til 2004," segir í blaðinu. Þá segir að alvarlegasta ákæran á hendur Jóni Ásgeiri sé vegna fjárdráttar sem gæti þýtti allt að sex ára fangelsisvist og að sumar ákærurnar varði fjárfestingar í breska fyrirtækinu Arcadia. Niðurstaðan eftir lagatúlkunum Breska dagblaðið The Independent segir að íslenskt viðskiptaumhverfi sé fyrir rétti í Baugsmálinu. Þá er haft eftir Jóhannesi Jónssyni að málið sé pólitískt samsæri sem stjórnað er af Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra. Blaðið segir að meginatriði málsóknarinnar varði viðskipti milli Baugs og Gaums. "Í meginatriðum leyfa íslensk lög viðskipti milli skyldra einkahlutafélaga og almenningshlutafélaga þó svo að í sumum tilfellum séu takmörk á lánum sem veitt eru milli félaganna. Það fer eftir því hvernig lögin verða túlkuð hvort Jóni Ásgeiri tekst að hreinsa mannorð sitt," segir í blaðinu. Íhuga skaðabótamál Danska dagblaðið Politiken hefur eftir Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að hann hafi í höndum skjöl sem sanni sakleysi sakborninga í hverjum einasta ákærulið. Þá segir að sakborningar haldi þeim möguleika opnum að höfða skaðabótamál gegn yfirvöldum vegna þess skaða sem Baugur hefur orðið fyrir vegna málsins. Í Politiken segir jafnframt að málið gegn Baugi hafi pólitíska undirtóna. "Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, saka fyrrum forsætisráðherra Íslands og núverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddsson um að vera manninn bak við yfirgripsmikla rannsókn lögreglu á málinu," segir í blaðinu. Davíð og múturnar Í danska dagblaðinu Berlingske Tidende segir að allir hinna sex ákærðu í Baugsmálinu hafi lýst yfir sakleysi sínu í málaferlum vegna svika er nema alls 2,7 milljörðum íslenskra króna. Í blaðinu segir, líkt og í Politiken, að málið hafi pólitíska undirtóna. "Fyrrum forsætisráðherra og núverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddsson, heldur því fram að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi reynt að múta sér," segir í Berlingske. Minnst er á hlut Jóns Geralds Sullenberger í málinu og bent á að hann hafi komið málinu af stað með því að kæra Jón Ásgeir fyrir að falsa reikninga. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Pólitískar ástæður Megininntak fréttar breska viðskiptablaðsins Financial Times um þingfestingu Baugsmálsins eru fullyrðingar Jóns Ásgeirs Jóhannssonar um þátt Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra í málinu. "Hr. Johannesson hélt því fram að rannsóknin, sem tók þrjú ár, hafi verið gerð af pólitískum ástæðum og hafi upprunalega átt að leiða til uppstokkunar Baugs. Hann sagði að rannsóknin hafi verið gerð að tilstuðlan Davíðs Oddssonar, sem var forsætisráðherra á árunum 1991 til 2004," segir í blaðinu. Þá segir að alvarlegasta ákæran á hendur Jóni Ásgeiri sé vegna fjárdráttar sem gæti þýtti allt að sex ára fangelsisvist og að sumar ákærurnar varði fjárfestingar í breska fyrirtækinu Arcadia. Niðurstaðan eftir lagatúlkunum Breska dagblaðið The Independent segir að íslenskt viðskiptaumhverfi sé fyrir rétti í Baugsmálinu. Þá er haft eftir Jóhannesi Jónssyni að málið sé pólitískt samsæri sem stjórnað er af Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra. Blaðið segir að meginatriði málsóknarinnar varði viðskipti milli Baugs og Gaums. "Í meginatriðum leyfa íslensk lög viðskipti milli skyldra einkahlutafélaga og almenningshlutafélaga þó svo að í sumum tilfellum séu takmörk á lánum sem veitt eru milli félaganna. Það fer eftir því hvernig lögin verða túlkuð hvort Jóni Ásgeiri tekst að hreinsa mannorð sitt," segir í blaðinu. Íhuga skaðabótamál Danska dagblaðið Politiken hefur eftir Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að hann hafi í höndum skjöl sem sanni sakleysi sakborninga í hverjum einasta ákærulið. Þá segir að sakborningar haldi þeim möguleika opnum að höfða skaðabótamál gegn yfirvöldum vegna þess skaða sem Baugur hefur orðið fyrir vegna málsins. Í Politiken segir jafnframt að málið gegn Baugi hafi pólitíska undirtóna. "Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, saka fyrrum forsætisráðherra Íslands og núverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddsson um að vera manninn bak við yfirgripsmikla rannsókn lögreglu á málinu," segir í blaðinu. Davíð og múturnar Í danska dagblaðinu Berlingske Tidende segir að allir hinna sex ákærðu í Baugsmálinu hafi lýst yfir sakleysi sínu í málaferlum vegna svika er nema alls 2,7 milljörðum íslenskra króna. Í blaðinu segir, líkt og í Politiken, að málið hafi pólitíska undirtóna. "Fyrrum forsætisráðherra og núverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddsson, heldur því fram að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi reynt að múta sér," segir í Berlingske. Minnst er á hlut Jóns Geralds Sullenberger í málinu og bent á að hann hafi komið málinu af stað með því að kæra Jón Ásgeir fyrir að falsa reikninga.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira