Viðskipti innlent

Landsbankinn fjárfestir erlendis

Landsbankinn hefur keypt franska verðbréfabankann Kleper. Heildarviðskipti vegna kaupanna hljóða upp á sjö komma tvo milljarða íslenskra króna, en Landsbankinn hefur keypt áttatíu og eitt prósent hlutafjár franska bankans og tryggt sér kaup á nítján prósentum til viðbótar. Bankinn starfar í sex borgum í sex löndum, meðal annars í New York, Amsterdam og Zurich, en er með höfuðstöðvar í París í Frakklandi. Forráðamenn Landsbankans segja að á grunni Kleper megi byggja fjárfestingarbanka erlendis.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×