Bjarni og Árni styðja Þorgerði 11. september 2005 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir virðist hafa yfirgnæfandi stuðning í þingliði sjálfstæðismanna til að verða varaformaður flokksins. Bæði Bjarni Benediktsson og Árni M. Mathiesen sem voru taldir líklegastir til að fara gegn henni hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við hana. Árni, sem skipaði fyrsta sæti sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi, lýsir yfir stuðningi við Þorgerði Katrínu sem var í fjórða sæti listans. Hann segist telja það best fyrir Sjálfstæðisflokkinn að svara kröfum um meiri breidd í forystunni og þess vegna styðji hann hana. Þorgerður Katrín hefur skotist furðu fljótt upp á stjörnuhimininn í flokknum og fái hún næst valdamesta embættið þar er ljóst að það hlýtur að verða barátta um fyrsta sæti listans við næstu kosningar. Árni segist ekki óttast það og kveðst ekki sjá nein tengsl við það mál Bjarni Benediktsson skipaði fimmta sætið í suðvesturkjördæmi. Honum hefur einnig verið spáð miklum frama innan flokksins og margir áttu von á því að hann gæfi kost á sér sem varaformaður. Hann kveðst hafa tekið sér nokkra daga til að íhuga stöðuna vegna orða málsmetandi manna en hann sé eftir sem áður á þeirri skoðun að hann eigi ekki að gefa kost á sér þar sem það sé ekki tímabært. Aðspurður hverjir séu hinir „málsmetandi menn“ segir Bjarni það vera almenna stuðningsmenn sem hafi haft samband. Og Bjarni styður einnig Þorgerði Katrínu en kveðst þó fagna því að Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, skuli bjóða sig fram gegn henni því hann hlakki til að sjá Kristján blanda sér í landsmálin. Bjarni telur þó embættið standa nær Þorgerði eins og sakir standi. Bjarni segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum með að fá ekki ráðherraembætti við hrókeringarnar sem áttu sér stað í kjölfar þess að Davíð Oddsson hættir í stjórnmálum, enda hafi hann aðeins verið tvö ár í stjórnmálum. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir virðist hafa yfirgnæfandi stuðning í þingliði sjálfstæðismanna til að verða varaformaður flokksins. Bæði Bjarni Benediktsson og Árni M. Mathiesen sem voru taldir líklegastir til að fara gegn henni hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við hana. Árni, sem skipaði fyrsta sæti sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi, lýsir yfir stuðningi við Þorgerði Katrínu sem var í fjórða sæti listans. Hann segist telja það best fyrir Sjálfstæðisflokkinn að svara kröfum um meiri breidd í forystunni og þess vegna styðji hann hana. Þorgerður Katrín hefur skotist furðu fljótt upp á stjörnuhimininn í flokknum og fái hún næst valdamesta embættið þar er ljóst að það hlýtur að verða barátta um fyrsta sæti listans við næstu kosningar. Árni segist ekki óttast það og kveðst ekki sjá nein tengsl við það mál Bjarni Benediktsson skipaði fimmta sætið í suðvesturkjördæmi. Honum hefur einnig verið spáð miklum frama innan flokksins og margir áttu von á því að hann gæfi kost á sér sem varaformaður. Hann kveðst hafa tekið sér nokkra daga til að íhuga stöðuna vegna orða málsmetandi manna en hann sé eftir sem áður á þeirri skoðun að hann eigi ekki að gefa kost á sér þar sem það sé ekki tímabært. Aðspurður hverjir séu hinir „málsmetandi menn“ segir Bjarni það vera almenna stuðningsmenn sem hafi haft samband. Og Bjarni styður einnig Þorgerði Katrínu en kveðst þó fagna því að Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, skuli bjóða sig fram gegn henni því hann hlakki til að sjá Kristján blanda sér í landsmálin. Bjarni telur þó embættið standa nær Þorgerði eins og sakir standi. Bjarni segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum með að fá ekki ráðherraembætti við hrókeringarnar sem áttu sér stað í kjölfar þess að Davíð Oddsson hættir í stjórnmálum, enda hafi hann aðeins verið tvö ár í stjórnmálum.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira