Tekist á í Baugsmáli 13. september 2005 00:01 Saksóknari fór fram á það við aukaþinghald í Baugsmálinu í dag að öll fjörutíu ákæruatriðin yfir sakborningum myndu standa. Verjendur telja hins vegar ekkert annað í stöðunni en að vísa ákærunum frá enda hafi dómarar bent á annmarka á þeim. Í dag var boðað til aukaþinghalds þar sem ákæruvaldinu var gefinn kostur á að tjá sig um annmarka á ákærunni, sem geta orðið til þess að átján af fjörutíu liðum verði vísað frá dómi. Þar talaði Jón H. B. Snorrason ríkissaksóknari sleitulaust í rúma klukkustund, fór lið fyrir lið yfir ákæruatriðin átján sem um ræðir og sýndi fram á með vísun í fjölmarga dóma að engir annmarkar væru á ákærunum. Þá benti hann á að við þingsetningu málsins hefðu sakborningar allir lýst yfir sakleysu sínu þegar ákæruatriðin voru upp lesin og því mætti ætla að þau væru nægilega skýr. Hann gerði þá kröfu að ákæran myndi standa. Athygli vakti að dómendur sáu ekki ástæðu til að spyrja saksóknara einnar einustu spurningar þrátt fyrir að boðað hefði verið til þinghaldsins að þeirra frumkvæði. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tók allt annan pól í hæðina í málflutningi sínum svo viðstaddir hefðu mátt ætla að hann og saksóknari væru staddir hvor í sinni bíómyndinni. Ólíkt saksóknara lét hann vera að fara yfir ákæruatriði sérstaklega en lagði áherslu á að dómendur hefðu í bréfi sínu að eigin frumkvæði lýst því yfir að slíkir annmarkar væru á ákærunni að úr þeim verði ekki bætt og dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þess. Þá lagði Gestur fram sakarkostnað skjólstæðings síns, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að upphæð 19 milljónir króna svo ætla má að sakarkostnaður fari yfir 100 milljónir króna fyrir sakborningana sex. Í samtali við fréttamann Stöðvar 2 eftir þinghald sagði saksóknari óljóst hvaða hugmynd dómendurnir hefðu varðandi bréf sem frá þeim kom. Það virðist hins vegar kristaltært í huga verjenda. Gestur segist telja alveg ljóst að bréf sem þetta séu ekki skrifuð nema dómendur hafi komist að þeirri niðurstöðu að það sé bersýnilegt að annmarkar séu á ákærunni sem geri það að verkum að það sé ekki hægt að dæma í málinu að efni til og ekki heldur að lagfæra ákæruna eftir þeim reglum sem um það gilda. Gestur segist aðspurður hafa rökstutt þá skoðun að dómendur standi frammi fyrir þeim kostum að vísa ákæruatriðunum 18 eða málinu í heild frá. Hvort það er ákæranda eða verjendum sem verður að ósk sinni kemur í ljós eftir viku en þá verður þessi lota Baugsmálsins tekin til úrskurðar. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Saksóknari fór fram á það við aukaþinghald í Baugsmálinu í dag að öll fjörutíu ákæruatriðin yfir sakborningum myndu standa. Verjendur telja hins vegar ekkert annað í stöðunni en að vísa ákærunum frá enda hafi dómarar bent á annmarka á þeim. Í dag var boðað til aukaþinghalds þar sem ákæruvaldinu var gefinn kostur á að tjá sig um annmarka á ákærunni, sem geta orðið til þess að átján af fjörutíu liðum verði vísað frá dómi. Þar talaði Jón H. B. Snorrason ríkissaksóknari sleitulaust í rúma klukkustund, fór lið fyrir lið yfir ákæruatriðin átján sem um ræðir og sýndi fram á með vísun í fjölmarga dóma að engir annmarkar væru á ákærunum. Þá benti hann á að við þingsetningu málsins hefðu sakborningar allir lýst yfir sakleysu sínu þegar ákæruatriðin voru upp lesin og því mætti ætla að þau væru nægilega skýr. Hann gerði þá kröfu að ákæran myndi standa. Athygli vakti að dómendur sáu ekki ástæðu til að spyrja saksóknara einnar einustu spurningar þrátt fyrir að boðað hefði verið til þinghaldsins að þeirra frumkvæði. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tók allt annan pól í hæðina í málflutningi sínum svo viðstaddir hefðu mátt ætla að hann og saksóknari væru staddir hvor í sinni bíómyndinni. Ólíkt saksóknara lét hann vera að fara yfir ákæruatriði sérstaklega en lagði áherslu á að dómendur hefðu í bréfi sínu að eigin frumkvæði lýst því yfir að slíkir annmarkar væru á ákærunni að úr þeim verði ekki bætt og dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þess. Þá lagði Gestur fram sakarkostnað skjólstæðings síns, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að upphæð 19 milljónir króna svo ætla má að sakarkostnaður fari yfir 100 milljónir króna fyrir sakborningana sex. Í samtali við fréttamann Stöðvar 2 eftir þinghald sagði saksóknari óljóst hvaða hugmynd dómendurnir hefðu varðandi bréf sem frá þeim kom. Það virðist hins vegar kristaltært í huga verjenda. Gestur segist telja alveg ljóst að bréf sem þetta séu ekki skrifuð nema dómendur hafi komist að þeirri niðurstöðu að það sé bersýnilegt að annmarkar séu á ákærunni sem geri það að verkum að það sé ekki hægt að dæma í málinu að efni til og ekki heldur að lagfæra ákæruna eftir þeim reglum sem um það gilda. Gestur segist aðspurður hafa rökstutt þá skoðun að dómendur standi frammi fyrir þeim kostum að vísa ákæruatriðunum 18 eða málinu í heild frá. Hvort það er ákæranda eða verjendum sem verður að ósk sinni kemur í ljós eftir viku en þá verður þessi lota Baugsmálsins tekin til úrskurðar.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira