Viðskipti innlent

Stóru olíufélögin lækka

Olíufélögin Esso, Olís og Skeljungur hafa öll ákveðið að lækka verð til viðskiptavina sinna í dag í kjölfar lækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu. Verðið lækkar um tvær og hálfa krónu á hvern lítra af bensíni og um tvær krónur á dísilolíulítrann. Fréttatilkynningar þessa efnis hafa birst á vefsíðum olíufélaganna í dag. Olítutunnan kostar á heimsmarkaði nú rétt um 63 Bandaríkjadali en fór upp undir 70 dollara á tunnuna í kjölfar fellibylsins Katrínar. Þess ber þó að geta að tunnan kostaði um 43 Bandaríkjadali í upphafi árs þannig að verðið er enn mun hærra en undanfarin misseri.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×