Ágallarnir of miklir 20. september 2005 00:01 Ágallarnir á þeim átján ákæruliðum í Baugsmálinu, sem dómarar í málinu höfðu tiltekið með bréfi í lok ágúst, þykja vera svo miklir að vísa þurfi málinu frá dómi. Í niðurstöðu úrskurðarins segir að þar sem ágallar eru á verulegum hluta ákærunnar sé ekki hjá því komist að vísa málinu frá í heild. Samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála ber að greina sakagiftir í ákæru þannig að þær séu svo skýrar og ótvíræðar að ekki þurfi að deila um hverjar þær séu. Þar vegur verknaðarlýsingin sjálf þyngst. Helgast þetta meðal annars af því að sakborningi er nauðsyn að vita hvaða athæfi honum er gefið að sök svo að hann geti varið sig. Ennfremur þarf dómari að geta gert sér glögga grein fyrir efni máls svo hann geti lagt á það dóm. Þótti dómnum ákærunni verulega áfátt að þessu leyti. Jón. H. Snorrason, saksóknari Ríkislögreglustjóra, segir niðurstöðuna ekki vera áfall. Jafnframt segir hann of snemmt að segja til um hvort hafist verði handa við að undirbúa nýja ákæru. Jón sagði þó við fréttamenn eftir að niðurstaða úrskurðarins var kunn að embættið myndi kæra niðurstöðuna til Hæstaréttar. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, var að vonum ánægður eins og aðrir verjendur í málinu. „Það var ljóst að mat dómaranna var það að það væru verulegir annmarkar á ákærunni eftir bréfið sem þeir skrifuðu 26. ágúst og þessi niðurstaða, um að vísa málinu frá í heild sinni, er í samræmi við þeirra álit. Það kemur fram í forsendum úrskurðarins að þeir telja að þetta sé svo stór hluti málsins, sem sé haldinn þessum annmörkum að þeir telja sér skylt að vísa málinu frá í heild sinni,“ sagði Gestur. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent Fleiri fréttir Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Sjá meira
Ágallarnir á þeim átján ákæruliðum í Baugsmálinu, sem dómarar í málinu höfðu tiltekið með bréfi í lok ágúst, þykja vera svo miklir að vísa þurfi málinu frá dómi. Í niðurstöðu úrskurðarins segir að þar sem ágallar eru á verulegum hluta ákærunnar sé ekki hjá því komist að vísa málinu frá í heild. Samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála ber að greina sakagiftir í ákæru þannig að þær séu svo skýrar og ótvíræðar að ekki þurfi að deila um hverjar þær séu. Þar vegur verknaðarlýsingin sjálf þyngst. Helgast þetta meðal annars af því að sakborningi er nauðsyn að vita hvaða athæfi honum er gefið að sök svo að hann geti varið sig. Ennfremur þarf dómari að geta gert sér glögga grein fyrir efni máls svo hann geti lagt á það dóm. Þótti dómnum ákærunni verulega áfátt að þessu leyti. Jón. H. Snorrason, saksóknari Ríkislögreglustjóra, segir niðurstöðuna ekki vera áfall. Jafnframt segir hann of snemmt að segja til um hvort hafist verði handa við að undirbúa nýja ákæru. Jón sagði þó við fréttamenn eftir að niðurstaða úrskurðarins var kunn að embættið myndi kæra niðurstöðuna til Hæstaréttar. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, var að vonum ánægður eins og aðrir verjendur í málinu. „Það var ljóst að mat dómaranna var það að það væru verulegir annmarkar á ákærunni eftir bréfið sem þeir skrifuðu 26. ágúst og þessi niðurstaða, um að vísa málinu frá í heild sinni, er í samræmi við þeirra álit. Það kemur fram í forsendum úrskurðarins að þeir telja að þetta sé svo stór hluti málsins, sem sé haldinn þessum annmörkum að þeir telja sér skylt að vísa málinu frá í heild sinni,“ sagði Gestur.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent Fleiri fréttir Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Sjá meira